Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2025 10:18 Halla Tómasdóttir hefur heimsótt fangelsi og aðstoðað fjölskyldur í sorg á árinu. Hér er hún viðstödd minningarstund um þá sem látist hafa í umferðinni. Vísir/Lýður Valberg Bóndi sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands var send í sveit til í æsku braut á henni kynferðislega. Halla opnaði sig ekki um brotin fyrr en hún var 23 ára. Hún veltir fyrir sér hvort sáttamiðlun væri betur til þess fallin að gera upp kynferðisbrotamál en réttarkerfið. Þetta kemur fram í jólaviðtali Heimildarinnar við Höllu sem birtist í desember útgáfu miðilsins. Hún lýsir því að hafa verið sjö ára þegar brotin hófust og þau staðið yfir þar til hún var ellefu ára. Þá hætti hún að fara í sveitina. „Á meðan þessu stóð varð ég líkamlega veik af álaginu og á hverju sumri var ég send fyrr heim. Eitt sumarið fór ég heim með lungnabólgu. Líkaminn bregst við öllu og geymir allt, öll sárin og áföllin.“ Halla segir mikilvægt að vera góð fyrirmynd og því ræði hún erfið mál sem þessi. Hún sé af kynslóðinni sem sagði ekki frá áföllum á borð við þetta. Hún hafi sem ung stúlka viljað hefnd en á þrítugsaldri ekki viljað kæra málið og fara í gegnum það erfiða ferli. Konur sem verði fyrir kynferðisofbeldi standi frammi fyrir tveimur leiðum. „Annaðhvort finnur þú fyrir sjálfseyðingarhvöt og velur þér slæman kærasta, drekkur mikið og ferð illa með þig. Þú getur ekki elskað sjálfa þig. Hin birtingarmyndin er að þú sért svo rosalega sterk, svo rosalega dugleg, að þú þurfir ekki á neinum að halda. Þá getur enginn séð hvað þú ert að fela. Ég fór aðallega seinni leiðina. Á endanum varð mjög þungt að halda uppi þessari grímu. Mér var orðið illt alls staðar.“ Hún hafi fallið fyrir manni undir lok háskólanáms, gifst honum en skilið eftir eitt ár. Hann hafi verið ofbeldismaður, bæði andlega og líkamlega. Hún hafi unnið sína sjálfsvinnu eftir að hún flutti til Bandaríkjanna en því verkefni sé ekki lokið. Takist fólki að að vinna úr áföllum og sé vakandi fyrir afleiðingunum þá felist í því tækifæri. „Þú getur orðið sterkari fyrir vikið.“ Halla Tómasdóttir Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í jólaviðtali Heimildarinnar við Höllu sem birtist í desember útgáfu miðilsins. Hún lýsir því að hafa verið sjö ára þegar brotin hófust og þau staðið yfir þar til hún var ellefu ára. Þá hætti hún að fara í sveitina. „Á meðan þessu stóð varð ég líkamlega veik af álaginu og á hverju sumri var ég send fyrr heim. Eitt sumarið fór ég heim með lungnabólgu. Líkaminn bregst við öllu og geymir allt, öll sárin og áföllin.“ Halla segir mikilvægt að vera góð fyrirmynd og því ræði hún erfið mál sem þessi. Hún sé af kynslóðinni sem sagði ekki frá áföllum á borð við þetta. Hún hafi sem ung stúlka viljað hefnd en á þrítugsaldri ekki viljað kæra málið og fara í gegnum það erfiða ferli. Konur sem verði fyrir kynferðisofbeldi standi frammi fyrir tveimur leiðum. „Annaðhvort finnur þú fyrir sjálfseyðingarhvöt og velur þér slæman kærasta, drekkur mikið og ferð illa með þig. Þú getur ekki elskað sjálfa þig. Hin birtingarmyndin er að þú sért svo rosalega sterk, svo rosalega dugleg, að þú þurfir ekki á neinum að halda. Þá getur enginn séð hvað þú ert að fela. Ég fór aðallega seinni leiðina. Á endanum varð mjög þungt að halda uppi þessari grímu. Mér var orðið illt alls staðar.“ Hún hafi fallið fyrir manni undir lok háskólanáms, gifst honum en skilið eftir eitt ár. Hann hafi verið ofbeldismaður, bæði andlega og líkamlega. Hún hafi unnið sína sjálfsvinnu eftir að hún flutti til Bandaríkjanna en því verkefni sé ekki lokið. Takist fólki að að vinna úr áföllum og sé vakandi fyrir afleiðingunum þá felist í því tækifæri. „Þú getur orðið sterkari fyrir vikið.“
Halla Tómasdóttir Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira