Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2025 10:18 Halla Tómasdóttir hefur heimsótt fangelsi og aðstoðað fjölskyldur í sorg á árinu. Hér er hún viðstödd minningarstund um þá sem látist hafa í umferðinni. Vísir/Lýður Valberg Bóndi sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands var send í sveit til í æsku braut á henni kynferðislega. Halla opnaði sig ekki um brotin fyrr en hún var 23 ára. Hún veltir fyrir sér hvort sáttamiðlun væri betur til þess fallin að gera upp kynferðisbrotamál en réttarkerfið. Þetta kemur fram í jólaviðtali Heimildarinnar við Höllu sem birtist í desember útgáfu miðilsins. Hún lýsir því að hafa verið sjö ára þegar brotin hófust og þau staðið yfir þar til hún var ellefu ára. Þá hætti hún að fara í sveitina. „Á meðan þessu stóð varð ég líkamlega veik af álaginu og á hverju sumri var ég send fyrr heim. Eitt sumarið fór ég heim með lungnabólgu. Líkaminn bregst við öllu og geymir allt, öll sárin og áföllin.“ Halla segir mikilvægt að vera góð fyrirmynd og því ræði hún erfið mál sem þessi. Hún sé af kynslóðinni sem sagði ekki frá áföllum á borð við þetta. Hún hafi sem ung stúlka viljað hefnd en á þrítugsaldri ekki viljað kæra málið og fara í gegnum það erfiða ferli. Konur sem verði fyrir kynferðisofbeldi standi frammi fyrir tveimur leiðum. „Annaðhvort finnur þú fyrir sjálfseyðingarhvöt og velur þér slæman kærasta, drekkur mikið og ferð illa með þig. Þú getur ekki elskað sjálfa þig. Hin birtingarmyndin er að þú sért svo rosalega sterk, svo rosalega dugleg, að þú þurfir ekki á neinum að halda. Þá getur enginn séð hvað þú ert að fela. Ég fór aðallega seinni leiðina. Á endanum varð mjög þungt að halda uppi þessari grímu. Mér var orðið illt alls staðar.“ Hún hafi fallið fyrir manni undir lok háskólanáms, gifst honum en skilið eftir eitt ár. Hann hafi verið ofbeldismaður, bæði andlega og líkamlega. Hún hafi unnið sína sjálfsvinnu eftir að hún flutti til Bandaríkjanna en því verkefni sé ekki lokið. Takist fólki að að vinna úr áföllum og sé vakandi fyrir afleiðingunum þá felist í því tækifæri. „Þú getur orðið sterkari fyrir vikið.“ Halla Tómasdóttir Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Þetta kemur fram í jólaviðtali Heimildarinnar við Höllu sem birtist í desember útgáfu miðilsins. Hún lýsir því að hafa verið sjö ára þegar brotin hófust og þau staðið yfir þar til hún var ellefu ára. Þá hætti hún að fara í sveitina. „Á meðan þessu stóð varð ég líkamlega veik af álaginu og á hverju sumri var ég send fyrr heim. Eitt sumarið fór ég heim með lungnabólgu. Líkaminn bregst við öllu og geymir allt, öll sárin og áföllin.“ Halla segir mikilvægt að vera góð fyrirmynd og því ræði hún erfið mál sem þessi. Hún sé af kynslóðinni sem sagði ekki frá áföllum á borð við þetta. Hún hafi sem ung stúlka viljað hefnd en á þrítugsaldri ekki viljað kæra málið og fara í gegnum það erfiða ferli. Konur sem verði fyrir kynferðisofbeldi standi frammi fyrir tveimur leiðum. „Annaðhvort finnur þú fyrir sjálfseyðingarhvöt og velur þér slæman kærasta, drekkur mikið og ferð illa með þig. Þú getur ekki elskað sjálfa þig. Hin birtingarmyndin er að þú sért svo rosalega sterk, svo rosalega dugleg, að þú þurfir ekki á neinum að halda. Þá getur enginn séð hvað þú ert að fela. Ég fór aðallega seinni leiðina. Á endanum varð mjög þungt að halda uppi þessari grímu. Mér var orðið illt alls staðar.“ Hún hafi fallið fyrir manni undir lok háskólanáms, gifst honum en skilið eftir eitt ár. Hann hafi verið ofbeldismaður, bæði andlega og líkamlega. Hún hafi unnið sína sjálfsvinnu eftir að hún flutti til Bandaríkjanna en því verkefni sé ekki lokið. Takist fólki að að vinna úr áföllum og sé vakandi fyrir afleiðingunum þá felist í því tækifæri. „Þú getur orðið sterkari fyrir vikið.“
Halla Tómasdóttir Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira