Halla Tómasdóttir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta. Lífið 11.2.2025 17:03 Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans. Innlent 6.2.2025 21:09 Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann. Innlent 6.2.2025 19:41 Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Þorrablótið á Álftanesi var haldið með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld. Blótið er haldið árlega af Kvenfélagi Álftaness og Lionsklúbbi Álftaness en forsetahjónin voru heiðursgestir á kvöldinu. Lífið 6.2.2025 07:03 Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna „hörmulega mannvíga“ í skóla í Örebro í gær. Innlent 5.2.2025 12:55 Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Forseti Íslands ávarpaði þingmenn við setningu Alþingis í dag. Hún lagði áherslu á samvinnu þingmanna þvert á flokka. Þingmenn standi frammi fyrir breyttum tímum. Innlent 4.2.2025 17:47 Svona var stemmningin við setningu Alþingis Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. Innlent 4.2.2025 12:54 „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns. Lífið 31.1.2025 15:44 Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Þeir rithöfundar sem þóttu að mati íslenskra bókaútgefenda hafa skarað fram úr á árinu 2024 voru afhent hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Sérstök athöfn var á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin og ávarpaði samkomuna. Lífið 29.1.2025 20:36 Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. Lífið 5.1.2025 15:56 Halla í peysufötum langömmu sinnar Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist peysufötum af langömmu sinni Guðbjörgu Magnúsdóttur þegar hún ávarpaði þjóðina á nýársdag. Amma hennar var strandakona og var ávallt kölluð Gugga. Tíska og hönnun 3.1.2025 12:59 Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Innlent 1.1.2025 21:00 Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2025 14:42 „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Innlent 1.1.2025 13:36 Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Ríkisráð mun ekki koma saman á Bessastöðum á morgun til fundar eins og hefð er fyrir á gamlársdag. Það var talið óþarfi að funda svo stuttu eftir að ný ríkisstjórn var mynduð og ríkisráð kom saman síðast 21. desember. Þing hefur ekki komið saman eftir kosningar og því engin mál til að afgreiða að svo stöddu. Innlent 30.12.2024 15:03 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Tvær forsýningar á Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, fóru fram í vikunni, í Bíó Paradís fyrir viðskiptavini Íslandsbanka og svo á Vinnustofu Kjarvals fyrir aðstandendur þáttanna. Lífið 20.12.2024 20:01 Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. Lífið 19.12.2024 17:46 Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 17.12.2024 10:44 „Bara á Íslandi“ Félagarnir Björgvin Ingi Ólafsson meðeigandi Deloitte á Íslandi og Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skelltu sér í útihlaup í gær. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í túrnum rákust þeir á Björn Skúlason forsetamaka. Lífið 16.12.2024 15:25 Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur. Innlent 12.12.2024 09:01 Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Fannar Sveinsson og Sandra Barilli, grínstjórar og kynnar í söfnunarþætti UNICEF Búðu til pláss, heimsóttu Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í innslagi þáttarins sem sýndur er í beinni útsendingu á Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans í kvöld. Lífið 6.12.2024 21:01 Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Nanna Kristjánsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 fyrir störf og afrek á sviði menntamála á verðlaunaathöfn á vegum JCI hreyfingarinnar sem fram fór í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal í gær. Lífið 6.12.2024 10:28 Verði að virða það sem þjóðin vilji Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur falið Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún mun boða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins á sinn fund eftir hádegi. Niðurstaðan sé skýr og þessir þrír flokkar með sterkustu kosninguna. Innlent 3.12.2024 11:06 Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Innlent 3.12.2024 08:08 Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. Innlent 3.12.2024 07:04 Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. Innlent 2.12.2024 08:02 Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Fundir Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, með formönnum flokkanna hefjast klukkan níu en fyrst til að sækja hana heim verður Kristrún Frostadóttir. Innlent 2.12.2024 06:46 Halla forseti hittir alla formennina á morgun Halla Tómasdóttir forseti Íslands segist ætla að hitta alla formenn flokkanna á morgun, það er þeirra sem náðu inn á þing, með það fyrir augum að taka afstöðu til stjórnarmyndunarumboðs. Innlent 1.12.2024 14:56 Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Þegar ég byrjaði fyrst að skrifa þetta í byrjun nóvember sat ég innilokaður og horfði þreytulegum augum út um gluggann. Á grámygluna úti og tréin sem sveifluðust ofsafengið í rokinu. Svona gekk þetta þá meira og minna dögum saman og eftir nokkurra daga stillingu veðurguðanna undanfarna viku segir veðurspáin segir annað eins vera framundan líka og það á kjördag. Skoðun 26.11.2024 17:32 Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Kæri forseti Halla Tómasdóttir, kæri forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Ég heiti Jane Goodall, og ég hef helgað lífi mínu vernd og velferð villtra dýra. Og reyndar líka þeirra sem lifa í haldi manna, en sérstaklega villtra simpansa, og nú nýlega einnig fíla, mauraæta, höfrunga og hvala. Skoðun 25.11.2024 11:42 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta. Lífið 11.2.2025 17:03
Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans. Innlent 6.2.2025 21:09
Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann. Innlent 6.2.2025 19:41
Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Þorrablótið á Álftanesi var haldið með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld. Blótið er haldið árlega af Kvenfélagi Álftaness og Lionsklúbbi Álftaness en forsetahjónin voru heiðursgestir á kvöldinu. Lífið 6.2.2025 07:03
Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna „hörmulega mannvíga“ í skóla í Örebro í gær. Innlent 5.2.2025 12:55
Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Forseti Íslands ávarpaði þingmenn við setningu Alþingis í dag. Hún lagði áherslu á samvinnu þingmanna þvert á flokka. Þingmenn standi frammi fyrir breyttum tímum. Innlent 4.2.2025 17:47
Svona var stemmningin við setningu Alþingis Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. Innlent 4.2.2025 12:54
„Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns. Lífið 31.1.2025 15:44
Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Þeir rithöfundar sem þóttu að mati íslenskra bókaútgefenda hafa skarað fram úr á árinu 2024 voru afhent hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Sérstök athöfn var á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin og ávarpaði samkomuna. Lífið 29.1.2025 20:36
Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Mikill stjörnufans var á 80 ára afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem fóru fram í gær við góðar undirtektir. Lífið 5.1.2025 15:56
Halla í peysufötum langömmu sinnar Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist peysufötum af langömmu sinni Guðbjörgu Magnúsdóttur þegar hún ávarpaði þjóðina á nýársdag. Amma hennar var strandakona og var ávallt kölluð Gugga. Tíska og hönnun 3.1.2025 12:59
Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Innlent 1.1.2025 21:00
Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2025 14:42
„Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Innlent 1.1.2025 13:36
Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Ríkisráð mun ekki koma saman á Bessastöðum á morgun til fundar eins og hefð er fyrir á gamlársdag. Það var talið óþarfi að funda svo stuttu eftir að ný ríkisstjórn var mynduð og ríkisráð kom saman síðast 21. desember. Þing hefur ekki komið saman eftir kosningar og því engin mál til að afgreiða að svo stöddu. Innlent 30.12.2024 15:03
Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Tvær forsýningar á Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, fóru fram í vikunni, í Bíó Paradís fyrir viðskiptavini Íslandsbanka og svo á Vinnustofu Kjarvals fyrir aðstandendur þáttanna. Lífið 20.12.2024 20:01
Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. Lífið 19.12.2024 17:46
Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 17.12.2024 10:44
„Bara á Íslandi“ Félagarnir Björgvin Ingi Ólafsson meðeigandi Deloitte á Íslandi og Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skelltu sér í útihlaup í gær. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í túrnum rákust þeir á Björn Skúlason forsetamaka. Lífið 16.12.2024 15:25
Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur. Innlent 12.12.2024 09:01
Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Fannar Sveinsson og Sandra Barilli, grínstjórar og kynnar í söfnunarþætti UNICEF Búðu til pláss, heimsóttu Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í innslagi þáttarins sem sýndur er í beinni útsendingu á Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans í kvöld. Lífið 6.12.2024 21:01
Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Nanna Kristjánsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 fyrir störf og afrek á sviði menntamála á verðlaunaathöfn á vegum JCI hreyfingarinnar sem fram fór í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal í gær. Lífið 6.12.2024 10:28
Verði að virða það sem þjóðin vilji Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur falið Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún mun boða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins á sinn fund eftir hádegi. Niðurstaðan sé skýr og þessir þrír flokkar með sterkustu kosninguna. Innlent 3.12.2024 11:06
Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Innlent 3.12.2024 08:08
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. Innlent 3.12.2024 07:04
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. Innlent 2.12.2024 08:02
Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Fundir Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, með formönnum flokkanna hefjast klukkan níu en fyrst til að sækja hana heim verður Kristrún Frostadóttir. Innlent 2.12.2024 06:46
Halla forseti hittir alla formennina á morgun Halla Tómasdóttir forseti Íslands segist ætla að hitta alla formenn flokkanna á morgun, það er þeirra sem náðu inn á þing, með það fyrir augum að taka afstöðu til stjórnarmyndunarumboðs. Innlent 1.12.2024 14:56
Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Þegar ég byrjaði fyrst að skrifa þetta í byrjun nóvember sat ég innilokaður og horfði þreytulegum augum út um gluggann. Á grámygluna úti og tréin sem sveifluðust ofsafengið í rokinu. Svona gekk þetta þá meira og minna dögum saman og eftir nokkurra daga stillingu veðurguðanna undanfarna viku segir veðurspáin segir annað eins vera framundan líka og það á kjördag. Skoðun 26.11.2024 17:32
Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Kæri forseti Halla Tómasdóttir, kæri forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Ég heiti Jane Goodall, og ég hef helgað lífi mínu vernd og velferð villtra dýra. Og reyndar líka þeirra sem lifa í haldi manna, en sérstaklega villtra simpansa, og nú nýlega einnig fíla, mauraæta, höfrunga og hvala. Skoðun 25.11.2024 11:42