Ungmenni í viðkvæmri stöðu hagnýtt í afbrot hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 12:00 Runólfur Þórhallson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir vísbendingar um að ungmenni séu hagnýtt til afbrota hér á landi. Vísir/Einar Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir lítinn hóp ungmenna í viðkvæmri stöðu hagnýttan í skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Fylgjast þurfi sérstaklega með þessum hópi og nálgast ungmennin með fjölbreyttum leiðum. Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra fundaði með dómsmálaráðherrum hinna Norðurlandanna um skipulagða glæpastarfsemi á föstudag. Guðrún sagði í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2 að sænsk glæpagengi hafi sent fólk til Íslands til að fremja afbrot og vísaði til þess þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans fyrir um ári síðan. Gerendur í málinu hafi unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. „Við búum við mjög fjölþjóðlegt afbrotaumhverfi á Íslandi, sem hefur verið að þróast þannig undanfarin tíu, fimmtán ár,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ekki jafn slæmt og í Svíþjóð og Danmörku Á fundinum voru jafnframt fulltrúar stóru samfélagsmiðlanna, þar á meðal Snapchat, TikTok, Meta og Google. Til umræðu var einnig hvernig skipulögð glæpastarfsemi beitir samskiptaforritum til að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Við sjáum að ungt fólk í viðkvæmri stöðu, það eru vísbendingar um það að það sé verið að hagnýta það í afbrot. Á engan hátt sambærilegt við það sem við sjáum fréttir af frá Svíþjóð og Danmörku en við erum með vísbendingar um ákveðna þróun hér á landi í þá átt.“ Hann segir stöðu ungmenna almennt góða hérlendis og um sé að ræða afmarkaðan hóp í viðkvæmri stöðu en þróunin innan hans hafi verið á verri veg. Ná þurfi til þeirra með fjölbreyttum leiðum. „Það eru þau sem eru að sinna barnavernd, það er heilbrigðiskerfið, það er menntakerfið - skólarnir. Við erum með mörg kerfi sem þurfa að tala saman. Það hefur verið mikil bragarbót í því að undanförnu að þessi kerfi eru að tala betur saman til að finna þessi ungmenni sem eru í þessari viðkvæmu stöðu. En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Runólfur. Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra fundaði með dómsmálaráðherrum hinna Norðurlandanna um skipulagða glæpastarfsemi á föstudag. Guðrún sagði í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2 að sænsk glæpagengi hafi sent fólk til Íslands til að fremja afbrot og vísaði til þess þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans fyrir um ári síðan. Gerendur í málinu hafi unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. „Við búum við mjög fjölþjóðlegt afbrotaumhverfi á Íslandi, sem hefur verið að þróast þannig undanfarin tíu, fimmtán ár,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ekki jafn slæmt og í Svíþjóð og Danmörku Á fundinum voru jafnframt fulltrúar stóru samfélagsmiðlanna, þar á meðal Snapchat, TikTok, Meta og Google. Til umræðu var einnig hvernig skipulögð glæpastarfsemi beitir samskiptaforritum til að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Við sjáum að ungt fólk í viðkvæmri stöðu, það eru vísbendingar um það að það sé verið að hagnýta það í afbrot. Á engan hátt sambærilegt við það sem við sjáum fréttir af frá Svíþjóð og Danmörku en við erum með vísbendingar um ákveðna þróun hér á landi í þá átt.“ Hann segir stöðu ungmenna almennt góða hérlendis og um sé að ræða afmarkaðan hóp í viðkvæmri stöðu en þróunin innan hans hafi verið á verri veg. Ná þurfi til þeirra með fjölbreyttum leiðum. „Það eru þau sem eru að sinna barnavernd, það er heilbrigðiskerfið, það er menntakerfið - skólarnir. Við erum með mörg kerfi sem þurfa að tala saman. Það hefur verið mikil bragarbót í því að undanförnu að þessi kerfi eru að tala betur saman til að finna þessi ungmenni sem eru í þessari viðkvæmu stöðu. En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42