Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 10:59 Magnús Þór er formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir sambandið aldrei hafa verið mótfallið samræmdum prófum. Vísir/Arnar Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. Þetta sagði Magnús í pallborði á Menntaþingi um stöðu menntakerfisins. Þingið fer fram á Hilton í dag. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra opnaði þingið. Magnús og Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tókust nokkuð á um matsferilinn í pallborðinu. Magnús sagði sambandið og Viðskiptaráð að miklu leyti sammála. Það sé skýrt að það sé þörf á gæðastöðlum en það þurfi að horfa til námskrár þegar það er ákveðið hvað sé gert. Ytra mat hafi legið niðri og það sé að miklu leyti pólitíkinni að kenna. Kennarar vilji að starf þeirra sé metið. Hann segir alveg skýrt að Kennarasambandið hafi ekki talað gegn samræmdum prófum. Prófin hafi verið lögð niður af tæknilegum ástæðum en niðurstöðurnar hafi verið vel nýttar innan skólanna. Spurningin um prófin sé hvort niðurstaða úr samræmdu prófi sé sanngjörn aðferð til að meta skólastarfið. Því skólarnir séu fyrir alla og geri meira en sé verið að prófa þar. Neyðarástand í menntakerfi Viðskiptaráð hefur gagnrýnt það nokkuð undanfarið að ekkert samræmt námsmat sé lengur við lok grunnskólans. Hann segir marga hafa furðað sig á því að ráðið væri að tjá sig um matsferilinn en benti á að Viðskiptaráð væru 100 ára gömul samtök sem kæmu að rekstri Verzlunarskólans og Háskólans í Reykjavík. Hann segir neyðarástand í menntakerfinu á Íslandi og staðan sé miklu verri hér en, til dæmis, á öðrum Norðurlöndum. Sjá einnig: Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats „Námsmatið er einn mikilvægasti þátturinn,“ sagði Björn. Samræmdu prófin hefðu verið lögð niður og svo kynnt nýr matsferill. Samtökin hafi gert miklar athugasemdir við hann en sérstaklega við gagnsæi. Það sé mat samtakanna að það sé afar mikilvægt að allir viti niðurstöðuna úr matinu á skólakerfið. Þetta hafi að einhverju leyti verið lagað í nýju frumvarpi ráðherra sem nú liggi fyrir á þingi. Björn benti á að í nýja matsferlinum sé gert ráð fyrir að hluti hans sé valkvæður og hluti hans skyldaður. Það sé samræmt mat í 4., 7. og 9. bekk en ekkert samræmt mat við lok skólagöngunnar. Nemendur njóti því ekki jafnræðis þegar þeir sæki um í framhaldsskóla. Skólaeinkunnir séu ekki sambærilegar og hann skilji ekki hvers vegna framhaldsskólarnir eigi að miða við það. Námsmat verði að miða við námsskrá Magnús segir áríðandi námsmatið sem sé miðað við sé miðað við námsskrá. Samræmt próf sem prófi aðeins ákveðna þætti segi ekkert um skólakerfið í heild sinni. Elsa Eiríksdóttir, prófessor og deildarforseti Deildar faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands tók undir þetta. „Það er mikilvægt að vera með samræmt námsmat því við verðum að vita eitthvað um skólakerfið,“ segir Elsa og að hún sé ekki sammála því að námsmatið eigi að vera við lok skólagöngu nemenda. Kennarar þurfi að geta brugðist við og fundið út hvaða stuðning skólar og nemendur þurfa. „Þetta á ekki að vera aðstoð fyrir framhaldsskóla til að velja sér nemendur. Við eigum að nota þessar upplýsingar til að þjóna nemendum,“ segir Elsa. Björn brást við þessu og sagði námsmatið ekki eiga að vera „alpha og ómega“. Það sé margt flott í nýjum matsferli en það sé svo margt sem sé valkvætt. „Það verður að vera samræmd mæling á grunnfærni.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Matsferillinn sé svar við gagnrýni á samræmd próf Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, segir matsferilinn töluvert víðara fyrirbæri en samræmd próf. Hún skilji gagnrýni á að það taki tíma að búa hann til en að baki hvers matsferils sé mikil vinna. 12. ágúst 2024 10:02 Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
Þetta sagði Magnús í pallborði á Menntaþingi um stöðu menntakerfisins. Þingið fer fram á Hilton í dag. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra opnaði þingið. Magnús og Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tókust nokkuð á um matsferilinn í pallborðinu. Magnús sagði sambandið og Viðskiptaráð að miklu leyti sammála. Það sé skýrt að það sé þörf á gæðastöðlum en það þurfi að horfa til námskrár þegar það er ákveðið hvað sé gert. Ytra mat hafi legið niðri og það sé að miklu leyti pólitíkinni að kenna. Kennarar vilji að starf þeirra sé metið. Hann segir alveg skýrt að Kennarasambandið hafi ekki talað gegn samræmdum prófum. Prófin hafi verið lögð niður af tæknilegum ástæðum en niðurstöðurnar hafi verið vel nýttar innan skólanna. Spurningin um prófin sé hvort niðurstaða úr samræmdu prófi sé sanngjörn aðferð til að meta skólastarfið. Því skólarnir séu fyrir alla og geri meira en sé verið að prófa þar. Neyðarástand í menntakerfi Viðskiptaráð hefur gagnrýnt það nokkuð undanfarið að ekkert samræmt námsmat sé lengur við lok grunnskólans. Hann segir marga hafa furðað sig á því að ráðið væri að tjá sig um matsferilinn en benti á að Viðskiptaráð væru 100 ára gömul samtök sem kæmu að rekstri Verzlunarskólans og Háskólans í Reykjavík. Hann segir neyðarástand í menntakerfinu á Íslandi og staðan sé miklu verri hér en, til dæmis, á öðrum Norðurlöndum. Sjá einnig: Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats „Námsmatið er einn mikilvægasti þátturinn,“ sagði Björn. Samræmdu prófin hefðu verið lögð niður og svo kynnt nýr matsferill. Samtökin hafi gert miklar athugasemdir við hann en sérstaklega við gagnsæi. Það sé mat samtakanna að það sé afar mikilvægt að allir viti niðurstöðuna úr matinu á skólakerfið. Þetta hafi að einhverju leyti verið lagað í nýju frumvarpi ráðherra sem nú liggi fyrir á þingi. Björn benti á að í nýja matsferlinum sé gert ráð fyrir að hluti hans sé valkvæður og hluti hans skyldaður. Það sé samræmt mat í 4., 7. og 9. bekk en ekkert samræmt mat við lok skólagöngunnar. Nemendur njóti því ekki jafnræðis þegar þeir sæki um í framhaldsskóla. Skólaeinkunnir séu ekki sambærilegar og hann skilji ekki hvers vegna framhaldsskólarnir eigi að miða við það. Námsmat verði að miða við námsskrá Magnús segir áríðandi námsmatið sem sé miðað við sé miðað við námsskrá. Samræmt próf sem prófi aðeins ákveðna þætti segi ekkert um skólakerfið í heild sinni. Elsa Eiríksdóttir, prófessor og deildarforseti Deildar faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands tók undir þetta. „Það er mikilvægt að vera með samræmt námsmat því við verðum að vita eitthvað um skólakerfið,“ segir Elsa og að hún sé ekki sammála því að námsmatið eigi að vera við lok skólagöngu nemenda. Kennarar þurfi að geta brugðist við og fundið út hvaða stuðning skólar og nemendur þurfa. „Þetta á ekki að vera aðstoð fyrir framhaldsskóla til að velja sér nemendur. Við eigum að nota þessar upplýsingar til að þjóna nemendum,“ segir Elsa. Björn brást við þessu og sagði námsmatið ekki eiga að vera „alpha og ómega“. Það sé margt flott í nýjum matsferli en það sé svo margt sem sé valkvætt. „Það verður að vera samræmd mæling á grunnfærni.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Matsferillinn sé svar við gagnrýni á samræmd próf Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, segir matsferilinn töluvert víðara fyrirbæri en samræmd próf. Hún skilji gagnrýni á að það taki tíma að búa hann til en að baki hvers matsferils sé mikil vinna. 12. ágúst 2024 10:02 Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
„Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47
Matsferillinn sé svar við gagnrýni á samræmd próf Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, segir matsferilinn töluvert víðara fyrirbæri en samræmd próf. Hún skilji gagnrýni á að það taki tíma að búa hann til en að baki hvers matsferils sé mikil vinna. 12. ágúst 2024 10:02
Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01