Innlent

Slökkvi­lið við hreinsun vegna á­reksturs á Hring­braut

Lovísa Arnardóttir skrifar
Viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi í kvöld.
Viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi í kvöld. Aðsend

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram.

Fyrr í kvöld barst fréttastofu ábending um að bíl hefði verið ekið utan í fjóra eða fimm bíla. Varðstjóri slökkviliðs gat ekki staðfest að svo hefði verið en sagði fjóra bíla tengda þessum árekstri. Enginn sjúkrabíll var þó sendur á vettvang og enginn slasaður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×