Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2025 08:58 Læknirinn hefur ekki verið með starfsleyfi síðan í desember 2024. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem hefur starfað sem læknir fær ekki sviptingu starfsleyfis fellda úr gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest sviptingu Embættis landlæknis á starfsleyfi hans sem læknir. Ástæðan er sögð sú að hann vanrækti skyldur sínar. Ráðuneytið segir ljóst að læknirinn axli enga ábyrgð heldur kenni kollegum eða sjúklingum um eigin mistök. Ráðuneytið kvað upp úrskurð sinn í október og hefur hann verið birtur á vef ráðuneytisins. Þar segir að landlæknir hafi tilkynnt lækninum sumarið 2024 að hann sætti eftirliti vegna þriggja kvörtunarmála sem beinst hefðu að lækninum. Öll áttu það sammerkt að hann hefði vanrækt skyldur sínar. Læknirinn mótmælti eftirlitinu og fékk þau svör frá Embætti landlæknis að hann hefði þangað til í byrjun nóvember 2024 að finna vinnuveitanda sem væri tilbúinn að ráða hann með þeim skilyrðum að veita honum stuðning, aðhald og eftirlit auk þess að senda landlækni upplýsingar um störf hans. Ella yrði hann sviptur leyfi. Engin frekari samskipti áttu sér stað, engar upplýsingar bárust frá vinnuveitanda og var hann sviptur starfsleyfi í desember 2024. Þá ákvörðun kærði læknirinn til heilbrigðisráðuneytisins. Tíu ára gamalt mál til endurskoðunar Læknirinn hafnaði því að hafa brugðist starfsskyldum sínum eða sýnt af sér hirðuleysi í störfum. Almannahagsmunir krefðust ekki sviptingar leyfis og landlæknir eigi að beita heimildum sínum um eftirlit af varúð. Þá fann læknirinn að því að verið væri að skoða aftur mál sem kom upp á sjúkrahúsi Akureyrar árið 2015. Fram kemur að læknirinn hafði sætt eftirliti hjá landlækni vegna þess atviks og fengið starfsleyfi að nýju árið 2019 að lokinni læknismeðferð og endurhæfingu. Ekki mætti refsa honum tvisvar fyrir sama atvik. Hvorki hæfni né færni Landlæknir sagði ljóst að læknirinn hefði í ljósi þriggja kvörtunarmála ekki hæfni eða færni til að starfa sem ábyrgur læknir. Meðalhófs hefði verið gætt til hins ítrasta í öllum ákvörðunum gegn honum. Ekki hefði skort lagaskilyrði til að skoða málið aftur frá 2015. Þá vísaði embættið sérstaklega til þess að sviptingin byggði á niðurstöðum tveggja kvörtunarmála. Læknirinn hefði ekki horfst í augu við þann áfellisdóm sem atvikin og kvartanir segðu til um störf hans sem læknir. Einnig hefði skipt sköpum að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og fyrri eftirlitsúrræði hefði læknirinn ekki bætt ráð sitt. Kenni öðrum um Heilbrigðisráðuneytið sagði í úrskurði sínum ljóst að starfshættir læknisins undanfarin tíu ár hefðu leitt til nokkurs fjölda mistaka og læknirinn sýnt af sér vanrækslu á því tímabili. Atvikin næðu bæði til tímabils þegar hann hefði strítt við heilsubrest en einnig tímabils þegar hann fékk reglulega útgefið starfshæfnisvottorð með tilliti til heilsu hans. Í flestum tilvikum hefði læknirinn ekki talið að hann bæri ábyrgð á þeim mistökum eða vanrækslu sem hefur átt sér stað, þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess, heldur að aðrir heilbrigðisstarfsmenn eða sjúklingurinn sjálfur beri ábyrgð á þeim. Eftirlit og eftirlitsúrræði landlæknis hafi því engan árangur borið og starfshættir læknisins ekki breyst til hins betra, þrátt fyrir ríkulegt tilefni til þess. Taldi ráðuneytið skilyrði til sviptingar uppfyllt og staðfesti þá ákvörðun. Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ráðuneytið kvað upp úrskurð sinn í október og hefur hann verið birtur á vef ráðuneytisins. Þar segir að landlæknir hafi tilkynnt lækninum sumarið 2024 að hann sætti eftirliti vegna þriggja kvörtunarmála sem beinst hefðu að lækninum. Öll áttu það sammerkt að hann hefði vanrækt skyldur sínar. Læknirinn mótmælti eftirlitinu og fékk þau svör frá Embætti landlæknis að hann hefði þangað til í byrjun nóvember 2024 að finna vinnuveitanda sem væri tilbúinn að ráða hann með þeim skilyrðum að veita honum stuðning, aðhald og eftirlit auk þess að senda landlækni upplýsingar um störf hans. Ella yrði hann sviptur leyfi. Engin frekari samskipti áttu sér stað, engar upplýsingar bárust frá vinnuveitanda og var hann sviptur starfsleyfi í desember 2024. Þá ákvörðun kærði læknirinn til heilbrigðisráðuneytisins. Tíu ára gamalt mál til endurskoðunar Læknirinn hafnaði því að hafa brugðist starfsskyldum sínum eða sýnt af sér hirðuleysi í störfum. Almannahagsmunir krefðust ekki sviptingar leyfis og landlæknir eigi að beita heimildum sínum um eftirlit af varúð. Þá fann læknirinn að því að verið væri að skoða aftur mál sem kom upp á sjúkrahúsi Akureyrar árið 2015. Fram kemur að læknirinn hafði sætt eftirliti hjá landlækni vegna þess atviks og fengið starfsleyfi að nýju árið 2019 að lokinni læknismeðferð og endurhæfingu. Ekki mætti refsa honum tvisvar fyrir sama atvik. Hvorki hæfni né færni Landlæknir sagði ljóst að læknirinn hefði í ljósi þriggja kvörtunarmála ekki hæfni eða færni til að starfa sem ábyrgur læknir. Meðalhófs hefði verið gætt til hins ítrasta í öllum ákvörðunum gegn honum. Ekki hefði skort lagaskilyrði til að skoða málið aftur frá 2015. Þá vísaði embættið sérstaklega til þess að sviptingin byggði á niðurstöðum tveggja kvörtunarmála. Læknirinn hefði ekki horfst í augu við þann áfellisdóm sem atvikin og kvartanir segðu til um störf hans sem læknir. Einnig hefði skipt sköpum að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og fyrri eftirlitsúrræði hefði læknirinn ekki bætt ráð sitt. Kenni öðrum um Heilbrigðisráðuneytið sagði í úrskurði sínum ljóst að starfshættir læknisins undanfarin tíu ár hefðu leitt til nokkurs fjölda mistaka og læknirinn sýnt af sér vanrækslu á því tímabili. Atvikin næðu bæði til tímabils þegar hann hefði strítt við heilsubrest en einnig tímabils þegar hann fékk reglulega útgefið starfshæfnisvottorð með tilliti til heilsu hans. Í flestum tilvikum hefði læknirinn ekki talið að hann bæri ábyrgð á þeim mistökum eða vanrækslu sem hefur átt sér stað, þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess, heldur að aðrir heilbrigðisstarfsmenn eða sjúklingurinn sjálfur beri ábyrgð á þeim. Eftirlit og eftirlitsúrræði landlæknis hafi því engan árangur borið og starfshættir læknisins ekki breyst til hins betra, þrátt fyrir ríkulegt tilefni til þess. Taldi ráðuneytið skilyrði til sviptingar uppfyllt og staðfesti þá ákvörðun.
Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira