Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2025 16:44 Donald Trump og hans fólk ætla að snúa vörn í sókn og reyna að bendla Demókrata við Jeffrey Epstein. AP/Alex Brandon Starfsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að snúa vörn í sókn eftir að forsetanum og hans fólki virðist hafa mistekist að koma í veg fyrir birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Demókrötum verði refsað fyrir að þvinga Repúblikana. Einn heimildarmaður Politico úr Hvíta húsinu segir að Demókratar muni sjá eftir því að hafa komið því í verk að skjölin verði birt. Annar segir að Trump hafi ekkert að fela en það eigi ekki við Demókrata. Þeim væri réttast að vera hræddir. Vísuðu þeir meðal annars til Stacey Plaskett, sem nefnd var í tölvupóstum og öðrum samskiptum Epsteins sem birt voru í síðustu viku. Hún er fulltrúi fyrir Jómfrúareyjur í bandaríska þinginu á vegum Demókrataflokksins en hefur ekki atkvæðarétt. Birting síðustu viku sýndi að Epstein og hún sendu hvort öðru skilaboð í tengslum við vitnisburð hans fyrir þingi árið 2019. Hann virðist hafa reynt að hafa áhrif á spurningar hennar. Póstar frá Epstein sem birtir voru í síðustu viku sýndu einnig fram á að Epstein sagði í tölvupósti sem hann sendi að Trump hefði „vitað um stúlkurnar“ en það var mögulega tilvísun í kynferðisbrot Epsteins. Þriðji heimildarmaður Politico úr Hvíta húsinu sagði Demókrata og fjölmiðla hafa fallið í þeirra eigin gildru. Það hafi verið þeir sem hafi lagt á ráðin með Epstein og er stefna Hvíta hússins að einblína á það. Repúblikanar en ekki Demókratar sem stóðu í vegi birtingar Talsmaður landstjórnar Demókrataflokksins sagði miðlinum að það væru Repúblikanar en ekki Demókratar sem hefðu beitt öllum ráðum til að koma í veg fyrir birtingu skjalanna. Þá spurði talsmaðurinn hvort þessi nýja sóknaráætlun Trump-liða fæli nokkuð í sér að opinbera hvert hið „yndislega leyndarmál“ sem Trump og Epstein deildu væri. Er það tilvísun í bréf sem Trump á að hafa skrifað í bók sem Epstein fékk í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Bréfið er í raun sett upp eins og samræður milli Trumps og Epsteins þar sem þeir eru að tala um leyndarmál þeirra á milli og sameiginlegt áhugamál þeirra. Atriðið á að hefjast á því að rödd heyrist segja: „Lífið hlýtur að snúast um meira en að eiga allt.“ „Við eigum ákveðna hluti sameiginlega, Jeffrey,“ segir Trump í bréfinu og fær svarið: „Já, við gerum það, þegar ég hugsa um það.“ Þá segir Trump: „Ráðgátur eldast aldrei, hefur þú tekið eftir því?“ „Já reyndar, það varð mér ljóst síðast þegar ég sá þig,“ svaraði Epstein í atriðinu í myndaða. „Vinur er dásamlegur hlutur. Til hamingju með afmælið og megi hver dagur vera nýtt yndislegt leyndarmál, Donald J. Trump.“ Utan um textann hefur verið teiknuð gróf mynd af líkama konu svo undirskrift Trumps líti út sem skapahár hennar. Trump þvertekur fyrir að bréfið sé raunverulega frá honum og hefur haldið því fram að um fölsun sé að ræða. Skjöl frá rannsóknum lögreglu og FBI Epstein-skjölin svokölluðu tengjast í raun ekki þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku. Þá birtu þingmenn tölvupósta og önnur gögn sem fengust frá dánarbúi Epsteins. Sjá einnig: Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Frumvarpið sem um ræðir snýr að skjölum sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin. Það á við um rannsóknina þegar hann var handtekinn 2019 en gögnin ættu meðal annars að varpa ljósi á samkomulag sem Epstein gerði við saksóknara í Flórída á árum áður og rannsóknirnar sem bæði lögreglan í Flórída og Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gerðu þá. Samkvæmt minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu sem sent var út fyrr á árinu situr FBI á hundruðum gígabæta af skjölum og öðrum sönnunargögnum sem tengjast Epstein. Töluverður fjöldi þessara skjala hefur áður litið dagsins ljós. Mjög umdeilt samkomulag Árið 2008 gerði lögmaður Epsteins mjög umdeilt samkomulag við Alex Acosta, þáverandi saksóknara sem Trump skipaði í embætti vinnumálaráðherra á fyrra kjörtímabili sínu. Samkomulagið fól einnig í sér að Epstein slapp við alríkisrannsókn. Epstein játaði að hafa brotið á einni unglingsstúlku, þó að fregnir hafi borist af því að um fjörutíu konur höfðu sakað hann um að brjóta á sér, og sat inni þrettán mánuði. Í umfangsmikilli grein Miami Herald um samkomulagið, sem birt var árið 2018, kom fram að Epstein stóð frammi fyrir ásökunum um að reka eins konar stúlknabúr, þar sem hann notaði ungar konur til að laða til sín enn yngri konur og hafa mök við þær. Hann var einnig grunaður um að flytja stúlkur undir lögaldri milli ríkja Bandaríkjanna og frá öðrum löndum til að halda veislur í mismunandi eignum sínum og hafa mök við þær. Miðað við ásakanirnar gegn honum hefði Epstein getað verið dæmdur til lífstíðarvistar í alríkisfangelsi. Eins og áður segir sat hann þó inni í einungis þrettán mánuði en samkomulagið sem lögmaður hans gerði við Acosta stöðvaði einnig yfirstandandi rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á meintum brotum auðjöfursins og vina hans eða annarra sem tóku mögulega þátt í þeim. Epstein var þó aftur handtekinn árið 2019 og stóð frammi fyrir sambærilegum ákærum og áður fyrir mansal og misnotkun stúlkna. Þá svipti hann sig lífi í fangelsi í New York. Hann var þá 66 ára gamall. Stóðu ekki við stóru orðin Áður en hann tók aftur við embætti forseta vörðu Trump og bandamenn hans miklu púðri í að ýta undir samsæriskenningar og sögusagnir í tengslum við Epstein. Þá sökuðu þeir Demókrata um að hylma yfir mál barnaníðingsins auðuga en Trump og hans fólk hétu því að birta öll þau gögn sem voru til. Tónninn breyttist þó nánast strax og Trump tók aftur við embætti og hefur ríkisstjórnin lítið birt. Í júlí tóku svo tiltölulega fáir þingmenn beggja flokka í fulltrúadeildinni sig til og sömdu frumvarp um að þvinga dómsmálaráðuneytið til að birta skjölin. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, kom lengi í veg fyrir að það frumvarp yrði tekið fyrir. Fjölmargir þingmenn skrifuðu þó undir kröfu um að greitt yrði atkvæði um frumvarpið en sú barátta stóð mjög tæpt heillengi. Allir 214 þingmenn Demókrataflokksins skrifuðu undir og fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins. Eftir að frambjóðandi Demókrataflokksins vann sérstakar kosningar í Colorado neitaði Johnson að leyfa viðkomandi að taka formlega embætti á þingi um langt skeið og á meðan munu starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hafa sett mikinn þrýsting á nokkra Repúblikana sem höfðu sett nafn sitt á kröfuna. Sjá einnig: Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Það virkaði ekki og Johnson gat ekki lengur komist hjá því að halda atkvæðagreiðslu. Hótanir virkuðu ekki Trump hefur á undanförnum dögum og vikum hótað því að bola þeim Repúblikönum sem fara gegn honum í Epstein-málinu af þingi eða jafnvel úr flokknum og kallað þá svikara. Þrátt fyrir það leit út fyrir að frumvarpið yrði samþykkt í fulltrúadeildinni og Trump lýsti því yfir um helgina að best væri að Repúblikanar styddu það bara, sem þeir gerðu. Atkvæðagreiðslan fór 427-1. Clay Higgins, Repúblikani, var sá eini sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Hann segist hafa gert það af prinsipástæðum, þar sem hann telji að birting Epstein-skjalanna geti komið niður á fjölda fólks sem tengist Epstein í raun ekki neitt og hafi ekki brotið af sér með nokkrum hætti en eru nefnd í skjölunum einhverra hluta vegna. Ekki víst að skjölin verði birt Ekki er búið að samþykkja frumvarpið formlega í öldungadeildinni, þegar þetta er skrifað, en þingmenn hafa samt komist að samkomulagi um að samþykkja það þegar þar að kemur. Trump hefur sagt að hann muni skrifa undir það. Ef svo fer, þá verður það á höndum Pam Bondi, dómsmálaráðherra, að birta skjölin. Hún yrði að gera það innan þrjátíu daga en Bondi hefur þó vald til að sitja áfram á skjölum sem talin eru geta ógnað yfirstandandi rannsóknum eða opinbera fórnarlömb Epsteins. Trump hefur ítrekað kallað eftir því að Bondi hefji rannsóknir á Demókrötum vegna tengsla við Epstein og ef það hefur verið gert, gæti það komið í veg fyrir birtingu skjalanna. Trump hefur meðal annars sérstaklega sagt dómsmálaráðuneytinu að rannsaka Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Larry Summers, fyrrverandi rektor Harvard, og Reid Hoffman, auðjöfur sem stutt hefur Demókrataflokkinn. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum varðandi þá niðurstöðu. Thomas Massie sagði til að mynda að ráðuneytið gæti opnað fjölda rannsókna til að stöðva birtingu skjalanna. Málið hefur allt saman verið Repúblikönum þungur baggi en þeir standa frammi fyrir versnandi sviðsmynd hvað varðar þingkosningarnar á næsta ári. Með því að leyfa þeim að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði Bondi sem komi í veg fyrir birtingu skjalanna, yrði bagginn þungi kominn á hennar herðar. Á blaðamannafundi í dag sagði Bondi ítrekað að hún myndi „fylgja lögunum“ og vernda fórnarlömb Epsteins þegar kæmi að því hvort nýjar rannsóknir myndu koma í veg fyrir birtingu skjalanna. Hún svaraði spurningunum ekki með beinum hætti. Bondi's response to all questions about if the DOJ will follow through on releasing the Epstein files is "we will follow the law" pic.twitter.com/LM3sMqPwRm— Aaron Rupar (@atrupar) November 19, 2025 Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Einn heimildarmaður Politico úr Hvíta húsinu segir að Demókratar muni sjá eftir því að hafa komið því í verk að skjölin verði birt. Annar segir að Trump hafi ekkert að fela en það eigi ekki við Demókrata. Þeim væri réttast að vera hræddir. Vísuðu þeir meðal annars til Stacey Plaskett, sem nefnd var í tölvupóstum og öðrum samskiptum Epsteins sem birt voru í síðustu viku. Hún er fulltrúi fyrir Jómfrúareyjur í bandaríska þinginu á vegum Demókrataflokksins en hefur ekki atkvæðarétt. Birting síðustu viku sýndi að Epstein og hún sendu hvort öðru skilaboð í tengslum við vitnisburð hans fyrir þingi árið 2019. Hann virðist hafa reynt að hafa áhrif á spurningar hennar. Póstar frá Epstein sem birtir voru í síðustu viku sýndu einnig fram á að Epstein sagði í tölvupósti sem hann sendi að Trump hefði „vitað um stúlkurnar“ en það var mögulega tilvísun í kynferðisbrot Epsteins. Þriðji heimildarmaður Politico úr Hvíta húsinu sagði Demókrata og fjölmiðla hafa fallið í þeirra eigin gildru. Það hafi verið þeir sem hafi lagt á ráðin með Epstein og er stefna Hvíta hússins að einblína á það. Repúblikanar en ekki Demókratar sem stóðu í vegi birtingar Talsmaður landstjórnar Demókrataflokksins sagði miðlinum að það væru Repúblikanar en ekki Demókratar sem hefðu beitt öllum ráðum til að koma í veg fyrir birtingu skjalanna. Þá spurði talsmaðurinn hvort þessi nýja sóknaráætlun Trump-liða fæli nokkuð í sér að opinbera hvert hið „yndislega leyndarmál“ sem Trump og Epstein deildu væri. Er það tilvísun í bréf sem Trump á að hafa skrifað í bók sem Epstein fékk í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Bréfið er í raun sett upp eins og samræður milli Trumps og Epsteins þar sem þeir eru að tala um leyndarmál þeirra á milli og sameiginlegt áhugamál þeirra. Atriðið á að hefjast á því að rödd heyrist segja: „Lífið hlýtur að snúast um meira en að eiga allt.“ „Við eigum ákveðna hluti sameiginlega, Jeffrey,“ segir Trump í bréfinu og fær svarið: „Já, við gerum það, þegar ég hugsa um það.“ Þá segir Trump: „Ráðgátur eldast aldrei, hefur þú tekið eftir því?“ „Já reyndar, það varð mér ljóst síðast þegar ég sá þig,“ svaraði Epstein í atriðinu í myndaða. „Vinur er dásamlegur hlutur. Til hamingju með afmælið og megi hver dagur vera nýtt yndislegt leyndarmál, Donald J. Trump.“ Utan um textann hefur verið teiknuð gróf mynd af líkama konu svo undirskrift Trumps líti út sem skapahár hennar. Trump þvertekur fyrir að bréfið sé raunverulega frá honum og hefur haldið því fram að um fölsun sé að ræða. Skjöl frá rannsóknum lögreglu og FBI Epstein-skjölin svokölluðu tengjast í raun ekki þeim gögnum sem birt voru í síðustu viku. Þá birtu þingmenn tölvupósta og önnur gögn sem fengust frá dánarbúi Epsteins. Sjá einnig: Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Frumvarpið sem um ræðir snýr að skjölum sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin. Það á við um rannsóknina þegar hann var handtekinn 2019 en gögnin ættu meðal annars að varpa ljósi á samkomulag sem Epstein gerði við saksóknara í Flórída á árum áður og rannsóknirnar sem bæði lögreglan í Flórída og Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gerðu þá. Samkvæmt minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu sem sent var út fyrr á árinu situr FBI á hundruðum gígabæta af skjölum og öðrum sönnunargögnum sem tengjast Epstein. Töluverður fjöldi þessara skjala hefur áður litið dagsins ljós. Mjög umdeilt samkomulag Árið 2008 gerði lögmaður Epsteins mjög umdeilt samkomulag við Alex Acosta, þáverandi saksóknara sem Trump skipaði í embætti vinnumálaráðherra á fyrra kjörtímabili sínu. Samkomulagið fól einnig í sér að Epstein slapp við alríkisrannsókn. Epstein játaði að hafa brotið á einni unglingsstúlku, þó að fregnir hafi borist af því að um fjörutíu konur höfðu sakað hann um að brjóta á sér, og sat inni þrettán mánuði. Í umfangsmikilli grein Miami Herald um samkomulagið, sem birt var árið 2018, kom fram að Epstein stóð frammi fyrir ásökunum um að reka eins konar stúlknabúr, þar sem hann notaði ungar konur til að laða til sín enn yngri konur og hafa mök við þær. Hann var einnig grunaður um að flytja stúlkur undir lögaldri milli ríkja Bandaríkjanna og frá öðrum löndum til að halda veislur í mismunandi eignum sínum og hafa mök við þær. Miðað við ásakanirnar gegn honum hefði Epstein getað verið dæmdur til lífstíðarvistar í alríkisfangelsi. Eins og áður segir sat hann þó inni í einungis þrettán mánuði en samkomulagið sem lögmaður hans gerði við Acosta stöðvaði einnig yfirstandandi rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) á meintum brotum auðjöfursins og vina hans eða annarra sem tóku mögulega þátt í þeim. Epstein var þó aftur handtekinn árið 2019 og stóð frammi fyrir sambærilegum ákærum og áður fyrir mansal og misnotkun stúlkna. Þá svipti hann sig lífi í fangelsi í New York. Hann var þá 66 ára gamall. Stóðu ekki við stóru orðin Áður en hann tók aftur við embætti forseta vörðu Trump og bandamenn hans miklu púðri í að ýta undir samsæriskenningar og sögusagnir í tengslum við Epstein. Þá sökuðu þeir Demókrata um að hylma yfir mál barnaníðingsins auðuga en Trump og hans fólk hétu því að birta öll þau gögn sem voru til. Tónninn breyttist þó nánast strax og Trump tók aftur við embætti og hefur ríkisstjórnin lítið birt. Í júlí tóku svo tiltölulega fáir þingmenn beggja flokka í fulltrúadeildinni sig til og sömdu frumvarp um að þvinga dómsmálaráðuneytið til að birta skjölin. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, kom lengi í veg fyrir að það frumvarp yrði tekið fyrir. Fjölmargir þingmenn skrifuðu þó undir kröfu um að greitt yrði atkvæði um frumvarpið en sú barátta stóð mjög tæpt heillengi. Allir 214 þingmenn Demókrataflokksins skrifuðu undir og fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins. Eftir að frambjóðandi Demókrataflokksins vann sérstakar kosningar í Colorado neitaði Johnson að leyfa viðkomandi að taka formlega embætti á þingi um langt skeið og á meðan munu starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu hafa sett mikinn þrýsting á nokkra Repúblikana sem höfðu sett nafn sitt á kröfuna. Sjá einnig: Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Það virkaði ekki og Johnson gat ekki lengur komist hjá því að halda atkvæðagreiðslu. Hótanir virkuðu ekki Trump hefur á undanförnum dögum og vikum hótað því að bola þeim Repúblikönum sem fara gegn honum í Epstein-málinu af þingi eða jafnvel úr flokknum og kallað þá svikara. Þrátt fyrir það leit út fyrir að frumvarpið yrði samþykkt í fulltrúadeildinni og Trump lýsti því yfir um helgina að best væri að Repúblikanar styddu það bara, sem þeir gerðu. Atkvæðagreiðslan fór 427-1. Clay Higgins, Repúblikani, var sá eini sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Hann segist hafa gert það af prinsipástæðum, þar sem hann telji að birting Epstein-skjalanna geti komið niður á fjölda fólks sem tengist Epstein í raun ekki neitt og hafi ekki brotið af sér með nokkrum hætti en eru nefnd í skjölunum einhverra hluta vegna. Ekki víst að skjölin verði birt Ekki er búið að samþykkja frumvarpið formlega í öldungadeildinni, þegar þetta er skrifað, en þingmenn hafa samt komist að samkomulagi um að samþykkja það þegar þar að kemur. Trump hefur sagt að hann muni skrifa undir það. Ef svo fer, þá verður það á höndum Pam Bondi, dómsmálaráðherra, að birta skjölin. Hún yrði að gera það innan þrjátíu daga en Bondi hefur þó vald til að sitja áfram á skjölum sem talin eru geta ógnað yfirstandandi rannsóknum eða opinbera fórnarlömb Epsteins. Trump hefur ítrekað kallað eftir því að Bondi hefji rannsóknir á Demókrötum vegna tengsla við Epstein og ef það hefur verið gert, gæti það komið í veg fyrir birtingu skjalanna. Trump hefur meðal annars sérstaklega sagt dómsmálaráðuneytinu að rannsaka Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Larry Summers, fyrrverandi rektor Harvard, og Reid Hoffman, auðjöfur sem stutt hefur Demókrataflokkinn. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum varðandi þá niðurstöðu. Thomas Massie sagði til að mynda að ráðuneytið gæti opnað fjölda rannsókna til að stöðva birtingu skjalanna. Málið hefur allt saman verið Repúblikönum þungur baggi en þeir standa frammi fyrir versnandi sviðsmynd hvað varðar þingkosningarnar á næsta ári. Með því að leyfa þeim að greiða atkvæði með frumvarpinu, svo það verði Bondi sem komi í veg fyrir birtingu skjalanna, yrði bagginn þungi kominn á hennar herðar. Á blaðamannafundi í dag sagði Bondi ítrekað að hún myndi „fylgja lögunum“ og vernda fórnarlömb Epsteins þegar kæmi að því hvort nýjar rannsóknir myndu koma í veg fyrir birtingu skjalanna. Hún svaraði spurningunum ekki með beinum hætti. Bondi's response to all questions about if the DOJ will follow through on releasing the Epstein files is "we will follow the law" pic.twitter.com/LM3sMqPwRm— Aaron Rupar (@atrupar) November 19, 2025
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira