Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. nóvember 2025 11:48 David Burke er grunaður í máli Celeste Rivas Hernandez sem fannst sundurlimuð í skotti Teslu hans. Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Heimildamaður hjá lögreglunni í Los Angeles greindi fréttamiðlinum NBC Los Angeles frá stöðu D4vd í málinu. Sami heimildamaður segir tónlistarmanninn ekki hafa verið samvinnuþýðan í rannsókn málsins. Líkamsleifar Rivas fundust 8. september í framskotti Teslu eftir að starfsmenn dráttarbílafyrirtækisins Hollywood Tow fundu sterkan fnyk frá bílnum. Þeir opnuðu skottið og blöstu þá við líkamsleifar í plastpoka. Teslan hafði verið dregin í burtu af bílastæði í Hollywood-hæðum þar sem nágrannar sögðu bílinn hafa verið kyrrstæðan í meira en mánuð. Við krufningu tókst réttarmeinafræðingi að bera kennsl á Rivas. Hann komst jafnframt að því að hún hafði dáið mörgum mánuðum fyrr og verið töluverðan tíma í skottinu. Dánarorsök liggur ekki fyrir en andlát hennar er rannsakað sem manndráp. Flúði í þriðja sinn að heiman en sneri ekki aftur Celeste Rivas Hernandez var dóttir innflytjenda frá El Salvador, fædd í september 2010 og bjó í borginni Lake Elsinore í Kaliforníu sem er í um 120 kílómetra frá staðnum þar sem lík hennar fannst. Celeste var þrettán ára þegar hún flúði að heiman og sennilega bara fjórtán þegar hún lést. Celeste hafði flúið að heiman einu og hálfu ári fyrr, þá aðeins þrettán ára gömul, og verið týnd síðan. Það var þó ekki í fyrsta skiptið sem hún flúði að heiman. Hún gerði það fyrst á Valentínusardag 2024 og tilkynnti fjölskyldan hana sem týnda daginn eftir. Plakötum var dreift um hverfið og auglýsti móðir hennar eftir stúlkunni á Facebook. Hún sneri á endanum aftur og lét eins og ekkert væri. Celeste endurtók þetta tvisvar í viðbót og tilkynnti fjölskyldan hana í bæði skiptin sem týnda. Hún sneri þó ekki aftur í þriðja skiptið . Þegar lík hennar fannst var hún klædd í bol, leggings-buxur, með eyrnalokka og tattúið „Shhh...“ á vísifingri sem var nákvæmlega eins og sambærilegt húðflúr á vísifingri D4vd. Byrjaði í Fortnite og sprakk út á TikTok Tvítugi tónlistarmaðurinn D4vd heitir réttu nafni David Anthony Burke og var alinn upp skammt frá Houston í Texas. Hann hlaut grunnskólamenntum heima og segist einungis hafa hlustað á gospeltónlist þar til hann varð þrettán ára. D4vd tróð upp á Lollapalooza í ágúst, skömmu áður en líka Rivas fannst.Getty Burke var forfallinn Fortnite-spilari sem táningur og hóf tónlistarferil sinn með því að búa til popplög fyrir tölvuleikjamyndbönd sem hann hlóð upp á Youtube. Tónlistin tók yfir tölvuleikina og hóf hann að hlaða upp tónlist á Soundcloud 2021. Tónlistin virtist ná til hlustenda og árið 2022 gaf hann út tvo stærstu smelli sína „Romantic Homicide“ og „Here With Me“. Lögin urðu gríðarvinsæl á TikTok og síðan Spotify þar sem D4vd náði mest 33 milljón hlustendum mánaðarlega. Hann skrifaði undir hjá útgáfurisanum Interscope Records, gaf út stuttskífuna Petals and Thorns árið 2023, hitaði upp fyrir stórstjörnuna SZA á SOS-tónleikaferðalagi hennar og gaf svo út plötuna Withered fyrr á þessu ári. Líkfundurinn hefur hins vegar sett strik í reikninginn og er ferill hans í lausu lofti. Tónleikaferðalagi hans var aflýst, Sony Music hætti við að auglýsa nýjustu plötu hans og samstarfsaðilar riftu samningum. Telja húðflúr og myndir sýna fram á samband Það sem eykur á dulúð málsins er að það er ekki ljóst nákvæmlega hvort Rivas og Burke áttu í sambandi. Fjölskylda og vinir hennar tjáðu fréttamiðlum að hún hefði verið að deita tónlistarmann sem hét David. Netspæjarar telja að húðflúrin sem þau eru bæði með á vísifingri og ýmsar myndir sem Burke birti á miðlunum sýni fram á að þau hafi verið saman þegar hún lést. Það eru þó bara sögusagnir þar til almennileg sönnunargögn koma í ljós. Lítið sem ekkert hefur heyrst um hlut tónlistarmannsins í dauða Rivas frá septemberlokum þar til nú. Myndefni úr bæði bílnum og af heimili Burke ætti þó að geta varpað ljósi á hvað raunverulega gerðist og hvort tónlistarmaðurinn var viðriðinn andlát stúlkunnar. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Sjá meira
Heimildamaður hjá lögreglunni í Los Angeles greindi fréttamiðlinum NBC Los Angeles frá stöðu D4vd í málinu. Sami heimildamaður segir tónlistarmanninn ekki hafa verið samvinnuþýðan í rannsókn málsins. Líkamsleifar Rivas fundust 8. september í framskotti Teslu eftir að starfsmenn dráttarbílafyrirtækisins Hollywood Tow fundu sterkan fnyk frá bílnum. Þeir opnuðu skottið og blöstu þá við líkamsleifar í plastpoka. Teslan hafði verið dregin í burtu af bílastæði í Hollywood-hæðum þar sem nágrannar sögðu bílinn hafa verið kyrrstæðan í meira en mánuð. Við krufningu tókst réttarmeinafræðingi að bera kennsl á Rivas. Hann komst jafnframt að því að hún hafði dáið mörgum mánuðum fyrr og verið töluverðan tíma í skottinu. Dánarorsök liggur ekki fyrir en andlát hennar er rannsakað sem manndráp. Flúði í þriðja sinn að heiman en sneri ekki aftur Celeste Rivas Hernandez var dóttir innflytjenda frá El Salvador, fædd í september 2010 og bjó í borginni Lake Elsinore í Kaliforníu sem er í um 120 kílómetra frá staðnum þar sem lík hennar fannst. Celeste var þrettán ára þegar hún flúði að heiman og sennilega bara fjórtán þegar hún lést. Celeste hafði flúið að heiman einu og hálfu ári fyrr, þá aðeins þrettán ára gömul, og verið týnd síðan. Það var þó ekki í fyrsta skiptið sem hún flúði að heiman. Hún gerði það fyrst á Valentínusardag 2024 og tilkynnti fjölskyldan hana sem týnda daginn eftir. Plakötum var dreift um hverfið og auglýsti móðir hennar eftir stúlkunni á Facebook. Hún sneri á endanum aftur og lét eins og ekkert væri. Celeste endurtók þetta tvisvar í viðbót og tilkynnti fjölskyldan hana í bæði skiptin sem týnda. Hún sneri þó ekki aftur í þriðja skiptið . Þegar lík hennar fannst var hún klædd í bol, leggings-buxur, með eyrnalokka og tattúið „Shhh...“ á vísifingri sem var nákvæmlega eins og sambærilegt húðflúr á vísifingri D4vd. Byrjaði í Fortnite og sprakk út á TikTok Tvítugi tónlistarmaðurinn D4vd heitir réttu nafni David Anthony Burke og var alinn upp skammt frá Houston í Texas. Hann hlaut grunnskólamenntum heima og segist einungis hafa hlustað á gospeltónlist þar til hann varð þrettán ára. D4vd tróð upp á Lollapalooza í ágúst, skömmu áður en líka Rivas fannst.Getty Burke var forfallinn Fortnite-spilari sem táningur og hóf tónlistarferil sinn með því að búa til popplög fyrir tölvuleikjamyndbönd sem hann hlóð upp á Youtube. Tónlistin tók yfir tölvuleikina og hóf hann að hlaða upp tónlist á Soundcloud 2021. Tónlistin virtist ná til hlustenda og árið 2022 gaf hann út tvo stærstu smelli sína „Romantic Homicide“ og „Here With Me“. Lögin urðu gríðarvinsæl á TikTok og síðan Spotify þar sem D4vd náði mest 33 milljón hlustendum mánaðarlega. Hann skrifaði undir hjá útgáfurisanum Interscope Records, gaf út stuttskífuna Petals and Thorns árið 2023, hitaði upp fyrir stórstjörnuna SZA á SOS-tónleikaferðalagi hennar og gaf svo út plötuna Withered fyrr á þessu ári. Líkfundurinn hefur hins vegar sett strik í reikninginn og er ferill hans í lausu lofti. Tónleikaferðalagi hans var aflýst, Sony Music hætti við að auglýsa nýjustu plötu hans og samstarfsaðilar riftu samningum. Telja húðflúr og myndir sýna fram á samband Það sem eykur á dulúð málsins er að það er ekki ljóst nákvæmlega hvort Rivas og Burke áttu í sambandi. Fjölskylda og vinir hennar tjáðu fréttamiðlum að hún hefði verið að deita tónlistarmann sem hét David. Netspæjarar telja að húðflúrin sem þau eru bæði með á vísifingri og ýmsar myndir sem Burke birti á miðlunum sýni fram á að þau hafi verið saman þegar hún lést. Það eru þó bara sögusagnir þar til almennileg sönnunargögn koma í ljós. Lítið sem ekkert hefur heyrst um hlut tónlistarmannsins í dauða Rivas frá septemberlokum þar til nú. Myndefni úr bæði bílnum og af heimili Burke ætti þó að geta varpað ljósi á hvað raunverulega gerðist og hvort tónlistarmaðurinn var viðriðinn andlát stúlkunnar.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Sjá meira