Ítalía tekur aftur upp agaviðurlög frá tíma Mussolini Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 07:48 Nýju agaviðurlögin gilda í grunn- og framhaldsskólum. Getty Ítalska þingið samþykkti á miðvikudag nýtt frumvarp um menntamál sem meðal annars felur í sér heimild til handa skólum að fella nemendur sökum slæmrar hegðunar. Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924. Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf. Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara. Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum. Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97. Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“. Ítalía Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira
Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924. Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf. Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara. Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum. Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97. Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“.
Ítalía Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira