Forseti Íslands

Fréttamynd

Svart­nættið er ekki hér allt um kring

Draga á úr sjálfsvígum hér á landi með víðtækum aðgerðum í verkefni sem kallast Lífsbrú. Efla á samvinnu í málaflokknum og koma öllum þeim úrræðum sem eru í boði betur á framfæri að sögn landlæknis. Forseti Íslands hvetur alla til að láta sig málefnið varða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breyta stjórnar­skrá svo á­tján ára geti orðið for­seti

Fimm þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingar á stjórnarskránni sem felur í sér að fjarlægja eigi það skilyrði að Íslendingur þurfi að vera 35 ára eða eldri til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þeir segja aldurstakmarkið tímaskekkju og það sýni vantraust gagnvart kjósendum. 

Innlent
Fréttamynd

Verð­launaðir fyrir um­hverfis­vænt sementslaust stein­lím

Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­setinn boðar sam­stöðu og enga upp­gjöf

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boð­stil­kynning til for­seta

Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni heiðraður á Bessa­stöðum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisfloksins stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í desember.

Innlent
Fréttamynd

For­setinn sendir skeyti en mæting afþökkuð

Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæði þjóðarinnar í hættu

Vanhæfi og undirlægjuháttur við erlend ríki og stofnanir stefnir sjálfstæði og þjóðaröryggi Íslands í hættu. Við þurfum að standa vörð um að lenda ekki aftur undir erlendu valdi, hvort sem eru erlendar ríkisstjórnir, fyrirtæki eða stofnanir sem geta ógnað sjálfstæði íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir liggur undir feldi

Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár.

Innlent
Fréttamynd

Glamúr, glæsikerra og einkaþota á Bessa­staði

Fegurðar- og ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir lýsir yfir framboði til forseta Íslands, líkt og fjöldi þjóðþekktra Íslendinga síðstliðna daga. Sem nýkjörinn forseti myndi Ásdís klæða Bessastaði í glamúrgallann með nýrri glæsikerru, nýjustu tísku og förðunarteymi.

Lífið
Fréttamynd

Hætta á að næsti for­seti hafi lítinn stuðning vegna úr­eltra laga

Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki for­seta­fram­boð

Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi, segist ekki útiloka að bjóða sig fram til forseta Íslands í þeim forsetakosningum sem fram fara í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór Magnús­son býður sig fram til for­seta Ís­lands

Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. 

Innlent
Fréttamynd

Arnar Þór ætlar á Bessa­staði

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Spáð í forsetaspilin

Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef enga eftir­sjá“

„Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.

Innlent
Fréttamynd

Veit loksins hvers virði hann er

Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið.

Innlent
Fréttamynd

Alls kyns yfir­lýsingar tengdar forsetaframboði

Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram.

Lífið
Fréttamynd

Hjónin hafi á­kveðið að verja lífinu á annan hátt

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“

Innlent
Fréttamynd

„Verið vel­komin á trúðasýninguna í vor“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár.

Lífið