Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 15:01 Halla Hrund, sem er nú efst í skoðanakönnunum, tjáði sig ekki um hatursorðræðuna sem þau Katrín og Baldur greina sem afar vaxandi fyrirbæri. vísir/vilhelm Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við þá þrjá frambjóðendur sem virðast vera að skera sig nokkuð úr í baráttunni um Bessastaði sé litið til skoðanakannana: þau Baldur og Katrín auk Höllu Hrundar Logadóttur. Katrín vill ekki segja fjölmiðlum fyrir verkum Bakslagið kom upp í framhaldi af umræðum um fjölmiðla og hvað þeir eigi að fá að fjalla um. Hvort þeim kæmi allt við sem viðkemur þeim sem eru í framboði til forseta. Katrín sagði fjölmiðla frjálsa. Og hún teldi einfaldlega það svo að fjölmiðlum bæri að spyrja frambjóðendum. „Fjölmiðlar eru frjálsir og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað þeir megi taka upp þó persónulega hafi ég ekki áhuga á því. En það er ekki mitt að stýra því hvað þeir gera,“ sagði Katrín. Katrín sagði forsetaembættið eðlisólíkt því sem gerist í því sem við köllum hefðbundin stjórnmál og fólk vilji geta lagt mat á eitt og annað sem það telur að geti haft áhrif á dómgreind forsetans. Hér neðar má sjá sérstaka vakt sem var um Pallborðið hér neðar: Sjálf sagðist Katrín svo heppin að hún hafi verið í sviðsljósinu um áratugaskeið og allt lægi þetta meira og minna fyrir. „en það er ekkert óeðlilegt við það að fjölmiðlar spyrji mig persónulegra spurninga.“ Vaxandi hatursorðræða hvert sem litið er Í framhaldi af þessu var Baldur spurður hvort það hafi komið sér á óvart hversu mjög kynhneigð hans hafi verið til skrafs í heitum pottum og á samfélagsmiðlum? Jafnvel í fjölmiðlum? Baldur svaraði því til að hann hafi tekið þátt í virkri mannréttindabaráttu nú í þrjátíu ár. Að hann sem samkynhneigður maður fái að stofna fjölskyldu og njóti grundvallarmannréttinda. „Það er að vissu leyti erfitt að leggja sjálfan sig á borð með þessum hætti,“ sagði Baldur. En hann sagðist hafa lýst því yfir að hann greindi vaxandi hatursorðræðu sem erfitt væri að leiðrétta. Hann sæi þetta lýðræðis- og mannréttindabakslag alls staðar. Sig langi stundum helst að fara upp í rúm og breiða yfir haus. „En það eina sem gagnast er að stíga fram og láta í sér heyra.“ Katrín tók undir þetta, sagði bakslag hafa orðið í mannréttindamálum. Svo virtist sem þau hafi verið tekin á brott yfir nóttu, það hafi verið grafið undan lýðræðinu, stór lýðræðisríki og aldrei eins mikilvægt og nú að Ísland tali sterkri röddu um þessi mál. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við þá þrjá frambjóðendur sem virðast vera að skera sig nokkuð úr í baráttunni um Bessastaði sé litið til skoðanakannana: þau Baldur og Katrín auk Höllu Hrundar Logadóttur. Katrín vill ekki segja fjölmiðlum fyrir verkum Bakslagið kom upp í framhaldi af umræðum um fjölmiðla og hvað þeir eigi að fá að fjalla um. Hvort þeim kæmi allt við sem viðkemur þeim sem eru í framboði til forseta. Katrín sagði fjölmiðla frjálsa. Og hún teldi einfaldlega það svo að fjölmiðlum bæri að spyrja frambjóðendum. „Fjölmiðlar eru frjálsir og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað þeir megi taka upp þó persónulega hafi ég ekki áhuga á því. En það er ekki mitt að stýra því hvað þeir gera,“ sagði Katrín. Katrín sagði forsetaembættið eðlisólíkt því sem gerist í því sem við köllum hefðbundin stjórnmál og fólk vilji geta lagt mat á eitt og annað sem það telur að geti haft áhrif á dómgreind forsetans. Hér neðar má sjá sérstaka vakt sem var um Pallborðið hér neðar: Sjálf sagðist Katrín svo heppin að hún hafi verið í sviðsljósinu um áratugaskeið og allt lægi þetta meira og minna fyrir. „en það er ekkert óeðlilegt við það að fjölmiðlar spyrji mig persónulegra spurninga.“ Vaxandi hatursorðræða hvert sem litið er Í framhaldi af þessu var Baldur spurður hvort það hafi komið sér á óvart hversu mjög kynhneigð hans hafi verið til skrafs í heitum pottum og á samfélagsmiðlum? Jafnvel í fjölmiðlum? Baldur svaraði því til að hann hafi tekið þátt í virkri mannréttindabaráttu nú í þrjátíu ár. Að hann sem samkynhneigður maður fái að stofna fjölskyldu og njóti grundvallarmannréttinda. „Það er að vissu leyti erfitt að leggja sjálfan sig á borð með þessum hætti,“ sagði Baldur. En hann sagðist hafa lýst því yfir að hann greindi vaxandi hatursorðræðu sem erfitt væri að leiðrétta. Hann sæi þetta lýðræðis- og mannréttindabakslag alls staðar. Sig langi stundum helst að fara upp í rúm og breiða yfir haus. „En það eina sem gagnast er að stíga fram og láta í sér heyra.“ Katrín tók undir þetta, sagði bakslag hafa orðið í mannréttindamálum. Svo virtist sem þau hafi verið tekin á brott yfir nóttu, það hafi verið grafið undan lýðræðinu, stór lýðræðisríki og aldrei eins mikilvægt og nú að Ísland tali sterkri röddu um þessi mál.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira