Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 14:23 Baldur Þórhallsson segir niðurstöðurnar vonbrigði en að hann finni mikinn meðbyr. vísir/vilhelm Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Maskínu myndi Halla Hrund fá 29,4 prósent atkvæða, Katrín 26,8 atkvæða og Baldur 19,9 prósent atkvæða. Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund Logadóttur til forseta Íslands samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt sömu könnun myndu 23 prósent kjósa Katrínu Jakobsdóttur og 19 prósent Baldur Þórhallsson. Þakklát fyrir fylgið „Fyrst og fremst þakklæti frá öllum þeim sem sýna manni stuðning,“ segir Halla Hrund spurð í Pallborðinu um sín fyrstu viðbrögð við miklu fylgi í nýjustu könnunum um forsetakjörið. Hún sé nýkomin frá Akureyri og hún finni mikinn meðbyr. „Auðvitað er kosningabaráttan bara rétt að fara af stað,“ segir Halla Hrund en að hún skynji mikinn meðbyr með þeim gildum sem hún talar fyrir í öllum landshlutum. Að vinna saman að hlutunum og að Ísland fái að vaxa á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Hún segir að með þessu sé líka mikil gleði og það sé mikilvægt fyrir seiglu samfélaga. Fylgið á hreyfingu Katrín segir fjórar ólíkar kannanir hafa komið fram í vikunni. Fylgið sé á hreyfingu og það sé eðlilegt í upphafi baráttunnar. Það sé afar skemmtilegt að ferðast um landið og heyra af mismunandi aðstæðum fólks en líka hvað fólki þykir vænt um embættið. „Landsmönnum þykir vænt um þetta embætti, það er mikilvægt,“ segir Katrín og að fólk eigi eftir að gera upp hug sinn næstu vikurnar. Hún segist sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið síðustu vikur. Vonbrigði Baldur Þórhallsson segir þessar mælingar vonbrigði og að það þurfi að gera betur. Hann hafi eins og aðrir frambjóðendur hafa verið á ferðalagi. Hafi verið að ferðast um Vesturland og Vestfirði síðast. Hann segir 500 stuðningsmenn skráða og margir mæti daglega á kosningaskrifstofuna. Hann sé bjartsýnn á framhaldið. Baldur, Halla Hrund og Katrín eru öll gestir í Pallborðinu sem er nú í beinni. Hægt er að fylgjast með því í fréttinni hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira