Þetta sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Frestur til að skila framboðum rann út í hádeginu.
„Nú tekur við að fara yfir framboðin hvort þau séu gild, fjölda meðmælenda og allt slíkt, að það sé allt í samræmi við lögin. Það er það sem tekur við hjá okkur í dag og um helgina. Síðan er fundur hjá landskjörstjórn klukkan 11 á mánudag þar sem verður úrskurðað um gildi framboða,“ segir Kristín.
Hún segir að þegar búið verður að úrskurað um gildi framboða á mánudaginn taki við tuttugu tíma kærufrestur þannig að á þriðjudag ætti að vera endanlega ljóst hvaða einstakligar verða í framboði til forseta Íslands.
Þau sem skiluðu framboði og meðmælendalistum í Hörpu í dag eru:
- Arnar Þór Jónsson
- Ásdís Rán Gunnarsdóttir
- Ástþór Magnússon
- Baldur Þórhallsson
- Eiríkur Ingi Jóhannsson
- Halla Hrund Logasóttir
- Halla Tómasdóttir
- Helga Þórisdóttir
- Jón Gnarr
- Katrín Jakobsdóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Viktor Traustason
Sjá má viðtalið við Kristínu Edwald í heild sinni í spilaranum að neðan.