Fjölmiðlar

Fréttamynd

Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst

Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fangar lýsa baráttu við fíkniefni, fangelsi og fjölmiðla

„Ég vil meina að fangavist skemmi þig andlega og líkamlega. Þegar ég fór í fyrsta skipti þá var nánast vitað að ég færi aftur. Þú í raun og veru kannt ekkert annað og það er ekkert unnið með þér. Þér er ekki kennt neitt og það er ekkert sem grípur þig. Þá ferðu bara í það sem þú kannt og heldur því áfram og allir vinir þínir verða fyrrverandi fangar,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánað hefur fleiri en einn fangelsisdóm.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva

Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Falsfréttir um áhrif hvalveiða

„Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú.

Skoðun
Fréttamynd

Mur­doch kominn með nýja upp á arminn

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er sagður byrjaður að hitta nýja konu, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann sleit skyndilega trúlofun sinni við íhaldssaman útvarpsþáttastjórnanda. Nýja parið hefur siglt um Miðjarðarhafið undanfarnar vikur.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“

„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eig­andi fjöl­miðils lést eftir „ó­lög­mæta“ hús­leit

Lögregluþjónar í Marion borg í Kansas-ríki í Bandaríkjunum gerðu húsleit á heimili eigenda fjölmiðilsins Marion County Record og skrifstofu miðilsins á föstudag. Í kjölfarið lést annar eigandi blaðsins, 98 ára gömul, að sögn sonar hennar í uppnámi vegna húsleitarinnar. Aðgerð lögreglu sætir gagnrýni og er sögð vera tilraun yfirvalda til skerðingar á fjölmiðlafrelsi.

Erlent
Fréttamynd

Face­book fer í hart og fjar­lægir allar fréttir í Kanada

Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Málsókn Trump gegn CNN vísað frá

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler.

Erlent
Fréttamynd

Spara eigi stóru orðin gagn­vart fólki í alls­nægtar­fréttum

Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat.

Menning
Fréttamynd

Geor­ge A­lagiah látinn

Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti fjár­festirinn bætir við sig í Sýn fyrir nærri hundrað milljónir

Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stærsti fjárfestirinn í hluthafahópi Sýnar, hefur bætt við sig hlutum í félaginu í fyrirtækinu fyrir nálægt hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Tveir hópar einkafjárfesta, sem fara með meirihluta í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, eiga núna orðið samanlagt rétt rúmlega 30 prósenta hlut í Sýn.

Innherji
Fréttamynd

Fox enn í vanda vegna sam­særis­kenninga Carl­son

Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum.

Erlent
Fréttamynd

Fá sekt vegna dulinna auglýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF

TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga

Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. 

Viðskipti innlent