Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 11:06 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir (t.h.) kærði ummæli Stefáns Einars Stefánssonar (t.h.) um sig sem féllu í spjallþætti á mbl.is í október. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sýknaði Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnanda á Morgunblaðinu, af kæru Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, leikkonu, vegna ummæla sem hún taldi stríða gegn siðareglum blaðamanna. Stefán Einar neitaði sjálfur að viðurkenna að siðanefndin hefði lögsögu yfir honum. Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku. Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku.
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum