Fótbolti

Jenas missir annað starf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jermaine Jenas heldur áfram að missa tækifæri í fjölmiðlabransanum.
Jermaine Jenas heldur áfram að missa tækifæri í fjölmiðlabransanum. getty/Vince Mignott

Jermaine Jenas, sem var rekinn frá BBC fyrir að senda samstarfskonum óviðeigandi skilaboð, hefur misst annað starf. Jenas mun nefnilega ekki lengur kynna Formúlu E.

Jenas leiddi umfjöllun TNT um Formúlu E á síðasta tímabili. ITV fékk hins vegar réttinn af Formúlu E og ljóst er að Jenas mun ekki fylgja með frá TNT.

Hinn 41 árs Jenas var látinn fara frá BBC eftir að upp komst að hann hafði sent tveimur samstarfskonum sinni í þættinum The One Show óviðeigandi skilaboð.

Jenas hafði getið sér gott orð í sjónvarpi eftir að fótboltaferlinum lauk og hafði meðal annars verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Garys Lineker með Match of the Day á BBC.

Jenas lagði skóna á hilluna 2016 en á ferlinum lék hann með Nottingham Forest, Newcastle United, Tottenham, Aston Villa og QPR. Jenas lék 21 landsleik fyrir England.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×