Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2024 12:55 Hér eru höfundar pistlanna sem vöktu mesta athygli á árinu. Þetta er toppurinn á ísjakanum, en óheyrilegt magn pistla bárust og voru birtir. vísir Á óvart kemur hvað viðhorfspistlar, lesendabréf, skoðanapistlar eða hvaða orð sem við gefum þessu fyrirbæri halda sínu og vel það. Ef við skoðum hvaða pistlar voru þeir mest lesnir á árinu má sjá hvað það var sem fólki lá helst á hjarta og þar kemur á daginn að forsetakandídatarnir voru mönnum ofarlega í huga. Langöflugasti vettvangurinn fyrir viðhorfspistla á Íslandi er Vísir. Óhætt er að segja að fólk hafi nýtt sér þennan vettvang og gert það vel. Greinarnar sem birtar hafa verið á Vísi frá því um síðustu áramót eru um 4.400 talsins. Greinar sem tengdust nýliðnum Alþingiskosningum eru um 900. Vísir hvetur lesendur til að senda inn hugleiðingar sínar en vanda jafnframt til verka; pistlaformið er sígilt og þegar vel er að málum staðið hefur góður pistill ómæld áhrif. Þrátt fyrir, og kannski vegna, offramboðs á skoðunum sem finna má á samfélagsmiðlum hefur þetta form er tjáningar eflst; með góðum pistli er hægt að kjarna hugsunina. Ýmislegt þarf til að koma svo pistill nái flugi, hann þarf helst að boða afgerandi skoðun og ekki er verra ef fyrirsögnin hittir í mark. Hvað var fólki efst í huga á árinu 2024? Hér koma tíu vinsælustu viðhorfspistlar sem segja sína sögu um hvað var helst í deiglunni á árinu. 1. Hverjir eiga landið og orkuna? Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi Orkumálastjóri en nú oddviti Framsóknarflokksins á Suðurlandi og þingmaður flokksins þar, er liðtækur pistlahöfundur. Það sýndi hún og sannaði á nýliðnu ári, svo eftir var tekið. Hún er með vinsælasta pistil ársins, tæplega 50 þúsund manns lásu pistilinn Jarðakaup í nýjum tilgangi. Um er að ræða mikið hitamál en í pistlinum fer Halla Hrund yfir orkuauðlindir Íslendinga og það hversu miklu skiptir að þær séu í innlendri eigu. Nú þegar fjöldi jarða er þegar í erlendri jörðu og auðlindir sömuleiðis er spurning hvort þetta sé eitthvað til að taka slaginn fyrir, spyr Halla Hruns: „En yfir langan tíma þegar að einstakir bútar landsins raðast saman upp í stærri heildarmynd þá getur niðurstaðan haft áhrif ástjórn okkar og hagsmuni bæði innan lands og utan. Þess vegna þarf að teikna upp mismunandi sviðsmyndir af eignarhaldi auðlinda og greina hvað þær geta þýtt fyrir landið fyrir komandi kynslóðir. Þannig má taka meðvitaðar ákvarðanir um hvert skal haldið með útfærslu í lögum og reglum og styðja þróun byggða landsins um leið.” Pistillinn birtist 17. mars og Halla Hrund skrifar samviskusamlega undir pistilinn sem Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard-háskóla en hún átti skömmu síðar eftir að bjóða sig fram til forseta Íslands og einhenda sér þá í Alþingiskosningar. Óhætt er að segja að Halla Hrund hafi átt gott mót sem pistlahöfundur því annar pistill sem hún skrifaði, Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið“ spurði garðyrkjubóndinn, var næstum því búinn að ná inn og hefði Halla þá átt tvo á Topp tíu listanum. Hún er pistlahöfundur ársins. 2. Nýlenskuhersveitir höggva mann og annan Vala Hafstað leiðsögumaður og skáld tók upp mikið hitamál og það gerði hún svo eftir var tekið í pistli um hið „kynhlutlausa mál“ - „Útrýming mannsins á RÚV“. Vala hundskammaði fréttamenn RÚV fyrir að hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði gegn tungumálinu, sem Vala telur afar illa grundaðan og skaðlegan. Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamanna felst í að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. „Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu. Í þessari jafnréttisbaráttu sinni hefur fréttamönnunum, ásamt mörgum valdhöfum og athyglisþyrstum álitsgjöfum (sem þrá að þykja víðsýnir og jafnréttissinnaðir) tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv. í stað starfsmanna, vísindamanna, björgunarmanna, verkamanna, iðnaðarmanna og flóttamanna.“ Og Vala heldur áfram án allrar vægðar: „Í samsettum orðum getur þessi nýjung reynst afar óþjál og valdið því að munnvatn spýtist í óþægilegu magni milli tanna, eins og þegar talað er um starfsfólksstjóra, eða valdið misskilningi eins og orðið starfsfólksfundur, sem hljómar eins og starfsfólkshundur eða -undur. Pistillinn féll í kramið en hann birtist 6. maí. Vala segir að heilbrigt fólk geti ekki lengur setið hjá og látið þá sem í blindni þrá að sýnast víðsýnir vega frekar að tungumálinu okkar. „Látum nýlenskuhersveitirnar ekki komast upp með að höggva mann og annan úr orðaforða okkar.“ 3. Þættir um Sigga hakkara valda usla Pistlahöfundarnir sem eiga greinina sem er í öðru sæti eru tveir, hjónin Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson. Þau voru vægast sagt afar ósátt við það að Stöð 2 hefði tekið til sýnina þáttaröð um Sigurð Þórðarson sem betur er þekktur sem Siggi Hakkari. „Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára,“ segir þau hjónin í pistli sem vakti mikla athygli. Hjónin segja þáttargerðarfólkið hafa logið til um að þættirnir væru unnir með samþykki þeirra og þeir snúi þannig hnífnum enn frekar í sárinu. „Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um,“ segir í pistlinum sem birtist í upphafi árs. Og þau eru ósátt við það að Stöð 2 hafi keypt þessa þætti og sýnt, það ber vott um dómgreindarleysi sem jaðrar við siðleysi. Og að Vísir hafi svo fjallað um þættina var að mati þeirra hjóna til að bíta hausinn af skömminni, segja hjónin og er þeim mikið niðri fyrir. 4. Að kjósa taktískt gegn Katrínu Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður ritaði nokkra pistla á árinu sem allir vöktu mikla athygli en enginn þó sem pistillinn sem er undir þessari yfirskrift: „Svona getum viðkomið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar beinir Björn spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og forsetaframboði hennar. Miðað við skoðanakannanir þegar Björn birti pistilinn, 28. mars, var staðan sú að Kartín gæti mögulega náð kjöri með fjórungs fylgi. Þetta er vegna þess að stuðningur „okkar, sem viljum hana ekki, dreifist á marga frambjóðendur. Ef hér væri önnur umferð þar sem kosið væri aftur milli tveggja efstu held ég að Katrín ætti enga möguleika. Við sem viljum Katrínu ekki myndum sameinast um mótframbjóðenda hennar og vinna öruggan sigur.“ Eina ráðið að mati Björns við þeim vanda væri fyrir þá sem ekki vilja Katrínu að kjósa taktískt. „Með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Hvort sem það verður, Baldur, Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir. Við keppum fram að kjördegi en sameinumst svo um að forsetinn verði fólksins - hver þeirra sem það verður,“ skrifaði Björn. Og honum varð að ósk sinni, svo virðist sem fólk hafi tekið mark á ráðleggingum hans því Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar með yfirburðum. 5. Homminn Baldur Forsetakosningarnar settu óneitanlega mark sitt á þjóðlífið og sú grein sem situr í fimmta sæti yfir mest lesnu pistla ársins er einmitt um kosningarnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður skrifar. En það er líklega ekki síst fyrirsögnin sem laðar fólk til lesturs. Sævar velkist ekki í vafa um að Baldur hafi allt til brunns að bera til að verða framúrskarandi forseti og best til þess fallinn af þeim frambjóðendum sem í vali voru; klár, vel gefinn og með ómælda innsýn inn í stjórnskipan landsins. Hann hafi réttu þekkinguna og reynsluna. „Þá verður ekki litið fram hjá því að hann endurspeglar breytt viðhorf til mannréttindamála sem m.a. hefur leitt til þess að samkynhneigt par er orðið gjaldgengt í framboði til forseta lýðveldisins. Það er jafn merkilegt og þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram fyrst kvenna,“ skrifar Sævar Þór. En honum varð ekki að ósk sinni og stuðningur við Baldur var ekki eins og vonir stuðningsmanna hans stóðu til. 6. Ekki að sjá að Geir hafi verið bænheyrður Róbert Björnsson, pólitískur- og efnahagsflóttamaður (eins og hann titlar sig sjálfur), skrifaði grein sem hitti í mark en þar talar hann um Ísland og hvernig þar hefur hallað undan fæti. Róbert fer ekki fögrum orðum um land og þjóð en pistill hans ber yfirskriftina „Smáríkið sem „skipti um þjóð““. Hann segir heimamenn uppfulla af græðgi og grímulausri fyrirlitningu í garð þeirra 70 þúsund þræla sem hingað hafi verið fluttir til að sinna láglaunastörfum sem landsmenn þykjast of fínir til að vinna. Og óþarft sé að minnast á hug heimamanna og ömmu þeirra til innflytjenda sem ekki eru hvítir á hörund. „50 þúsund Íslendingar kjósa að búa erlendis í dag. Skiljanlega. Álíka stór hópur vildi örugglega gjarnan búa annarsstaðir en sitja fastir í verðtryggðu skuldafangelsi og vistarbandi krónuhagkerfisins og komast hvergi,“ skrifar Róbert. Hann segir unga fólkið sem býr yfir sjálfsbjargarviðleitni og sjálfvirðingu flýja land og skili sér ekki heim úr námi – lái þeim hver sem vill. „Árið 2008 bað forsætisráðherra Guð að blessa Ísland – það er ekki að sjá að hann hafi verið bænheyrður. En er ekki kominn tími til þess að þið farið að hugsa ykkar gang og fjarlægja höfuðið úr óæðri endanum áður en dauðaspírallinn endar fyrir innan atburðasjóndeildarhrings svartholsins?“ 7. Elítu-Ragnar ritar stuðningsgrein Eins og áður sagði voru forsetakosningarnar fólki ofarlega í huga og það er enginn annar en Ragnar Kjartansson listamaður sem á pistilinn sem er í sjöunda sæti yfir þá mest lesnu á árinu. Ragnar er með snjalla fyrirsögn á pistil sinn sem hittir í mark: „Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu“. Um er að ræða stuðningspistil við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. En hann segist hafa lesið grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið. Ragnari fannst þetta bara vera orðið aðeins of fyndið. Auður sagði af sér sem menningarritstóri eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni. „Ég gat ekkii annað en flissað yfir þessu öllu saman,“ segir Ragnar. Ragnar segir Katrínu afburðahæfa til að gegna forsetaembættinu og því kjósi hann hana. „Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum,“ skrifar Ragnar sem fékk ekki Katrínu heldur Höllu Tómasardóttur. Spurning hvort hann muni skemmta á Bessastöðum í bráð? 8. Fjarlækningar Victor Guðmundsson læknir ritar um það mál sem var ofarlega á baugi á árinu sem er að líða. Fyrirsögnin er beint af augum: „Heilbrigðiskerfi Íslands – Tími fyrir lausnir“ og birtist pistillinn 15. maí. Hann segir víða hægt að gera gott heilbrigðiskerfi betra. Og fer svo í saumana á því. Victor rekur í sjö liðum hvar pottur sé brotinn og segir svo staðfasta trú sína að með fjarlækningum og fjarheilbrigðisþjónustu megi bæta stöðuna, gera þjónustuna skilvirkari og betri. „Ávinningurinn er víðtækur, allt frá því að bæta aðgengi að læknisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu og bæta árangur sjúklinga í að efla samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk svo hægt verði að grípa fyrr inn í og koma með fyrirbyggjandi aðgerðir.“ Victor segir að eftir því sem bæði tækni og heilbrigðisþjónusta þróast, muni fjarlækningar og fjarheilbrigðisþjónusta án efa gegna lykilhlutverki í að móta framtíð læknisfræðinnar, gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri, skilvirkari og einstaklingsmiðaðri en áður hefur þekkst hér á landi. Pistillinn hitti í mark og er sá áttundi mest lesni 2024. 9. Má Katrín bjóða sig fram? Enn er það pistill um forsetaframboðið sem laumar sér á lista yfir tíu mest lesnu pistla ársins. Nú er það Jón Ólafsson, sem starfar við Háskóla Íslands, sem lyftir penna. Hann hefur mál sitt á að vitna í Kate Manne sem heldur því fram að kvenhatur lifi góðu lífi í vestrænu samfélagi. „Það má taka einfalt dæmi: Hörðum fréttaspyrlum af karlkyni er oft hælt fyrir að þjarma að viðmælendum sínum, láta þá ekki komast upp með moðreyk. Þegar fjölmiðlakonur gera það sama eru viðbrögðin gjarnan önnur og líklegra að þeim sé bent á að þær séu aggressívar eða virðist reiðar,“ segir Jón í pistli sínum. Jón segir framboð Katrínar vera sagt siðlaust, sumir haldi því fram grafalvarlegir að hún sé vanhæf til að fara með þau völd sem í því felast að veita stjórnarmyndunarumboð; „fólk segist hafa þungar áhyggjur af stökki úr forsætisráðherrastóli á Bessastaði ef til kemur. Því er semsagt haldið fram að hún megi ekki bjóða sig fram. Með því að gera það hafi hún farið yfir mörk.“ En Jón gefur ekki mikið fyrir þetta, hann segist engu að síður ætla að kjósa Katrínu og ástæðan sé sú að hún sé langhæfust til að gegna starfinu. 10. Breytum reiði í gleði Natan Kolbeinsson er sérstakur áhugamaður um gleði og gaman. Þannig titlar hann sig í það minnsta og fyrirsögn pistils hans er „Breytum reiði í gleði“. Pistillinn er um forsetakjörið og er stuðningsyfirlýsing við framboð Jóns Gnarrs. Jón reið ekki feitum hesti frá forsetaframboðinu en það reyndist hins vegar ágætur upptaktur fyrir þingmannsferil hans en hann mun á næstunni taka sæti sem þingmaður Viðreisnar. „Ég er búinn að fá nóg af þessari reiði og búinn að fá nóg af þessum leiðindum sem fylgja henni. Ég vil sjá meiri gleði og gaman í samfélaginu. Ég vil að rödd lista og sköpunar fái að heyrast í stjórnkerfinu. Ég vil Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Natan sem grátbiður lesendur um að kjósa þennan miðaldra mann. Natan segir að Jóni hafi tekist að beisla reiðina og breyta henni í gleði og gaman. Það gerði hann með Besta flokknum. „Við sluppum við það að reiðin breyttist í hatur hér á landi og núna getum við gert það aftur því hann er í framboði til forseta lýðveldsins!“ Forsetakosningar 2024 Heilbrigðismál Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Íslensk tunga Orkumál Fréttir ársins 2024 Tengdar fréttir Viðhorfspistlar ársins 2023: Hænsn, hatur og allt þar á milli Hvað var fólki efst í huga á árinu 2023? Hvar liggja átakalínurnar? Þessar raunverulegu. Hvað er umhugsunarinnar virði? 18. desember 2023 07:51 Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2022: Ýmsir fá það óþvegið í pistlum ársins Mest lesnu viðhorfspistlar ársins gefa haldbærar vísbendingar um hvað klukkan sló á árinu 2022 – sem senn er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. 17. desember 2022 10:01 Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Langöflugasti vettvangurinn fyrir viðhorfspistla á Íslandi er Vísir. Óhætt er að segja að fólk hafi nýtt sér þennan vettvang og gert það vel. Greinarnar sem birtar hafa verið á Vísi frá því um síðustu áramót eru um 4.400 talsins. Greinar sem tengdust nýliðnum Alþingiskosningum eru um 900. Vísir hvetur lesendur til að senda inn hugleiðingar sínar en vanda jafnframt til verka; pistlaformið er sígilt og þegar vel er að málum staðið hefur góður pistill ómæld áhrif. Þrátt fyrir, og kannski vegna, offramboðs á skoðunum sem finna má á samfélagsmiðlum hefur þetta form er tjáningar eflst; með góðum pistli er hægt að kjarna hugsunina. Ýmislegt þarf til að koma svo pistill nái flugi, hann þarf helst að boða afgerandi skoðun og ekki er verra ef fyrirsögnin hittir í mark. Hvað var fólki efst í huga á árinu 2024? Hér koma tíu vinsælustu viðhorfspistlar sem segja sína sögu um hvað var helst í deiglunni á árinu. 1. Hverjir eiga landið og orkuna? Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi Orkumálastjóri en nú oddviti Framsóknarflokksins á Suðurlandi og þingmaður flokksins þar, er liðtækur pistlahöfundur. Það sýndi hún og sannaði á nýliðnu ári, svo eftir var tekið. Hún er með vinsælasta pistil ársins, tæplega 50 þúsund manns lásu pistilinn Jarðakaup í nýjum tilgangi. Um er að ræða mikið hitamál en í pistlinum fer Halla Hrund yfir orkuauðlindir Íslendinga og það hversu miklu skiptir að þær séu í innlendri eigu. Nú þegar fjöldi jarða er þegar í erlendri jörðu og auðlindir sömuleiðis er spurning hvort þetta sé eitthvað til að taka slaginn fyrir, spyr Halla Hruns: „En yfir langan tíma þegar að einstakir bútar landsins raðast saman upp í stærri heildarmynd þá getur niðurstaðan haft áhrif ástjórn okkar og hagsmuni bæði innan lands og utan. Þess vegna þarf að teikna upp mismunandi sviðsmyndir af eignarhaldi auðlinda og greina hvað þær geta þýtt fyrir landið fyrir komandi kynslóðir. Þannig má taka meðvitaðar ákvarðanir um hvert skal haldið með útfærslu í lögum og reglum og styðja þróun byggða landsins um leið.” Pistillinn birtist 17. mars og Halla Hrund skrifar samviskusamlega undir pistilinn sem Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard-háskóla en hún átti skömmu síðar eftir að bjóða sig fram til forseta Íslands og einhenda sér þá í Alþingiskosningar. Óhætt er að segja að Halla Hrund hafi átt gott mót sem pistlahöfundur því annar pistill sem hún skrifaði, Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið“ spurði garðyrkjubóndinn, var næstum því búinn að ná inn og hefði Halla þá átt tvo á Topp tíu listanum. Hún er pistlahöfundur ársins. 2. Nýlenskuhersveitir höggva mann og annan Vala Hafstað leiðsögumaður og skáld tók upp mikið hitamál og það gerði hún svo eftir var tekið í pistli um hið „kynhlutlausa mál“ - „Útrýming mannsins á RÚV“. Vala hundskammaði fréttamenn RÚV fyrir að hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði gegn tungumálinu, sem Vala telur afar illa grundaðan og skaðlegan. Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamanna felst í að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. „Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu. Í þessari jafnréttisbaráttu sinni hefur fréttamönnunum, ásamt mörgum valdhöfum og athyglisþyrstum álitsgjöfum (sem þrá að þykja víðsýnir og jafnréttissinnaðir) tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv. í stað starfsmanna, vísindamanna, björgunarmanna, verkamanna, iðnaðarmanna og flóttamanna.“ Og Vala heldur áfram án allrar vægðar: „Í samsettum orðum getur þessi nýjung reynst afar óþjál og valdið því að munnvatn spýtist í óþægilegu magni milli tanna, eins og þegar talað er um starfsfólksstjóra, eða valdið misskilningi eins og orðið starfsfólksfundur, sem hljómar eins og starfsfólkshundur eða -undur. Pistillinn féll í kramið en hann birtist 6. maí. Vala segir að heilbrigt fólk geti ekki lengur setið hjá og látið þá sem í blindni þrá að sýnast víðsýnir vega frekar að tungumálinu okkar. „Látum nýlenskuhersveitirnar ekki komast upp með að höggva mann og annan úr orðaforða okkar.“ 3. Þættir um Sigga hakkara valda usla Pistlahöfundarnir sem eiga greinina sem er í öðru sæti eru tveir, hjónin Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson. Þau voru vægast sagt afar ósátt við það að Stöð 2 hefði tekið til sýnina þáttaröð um Sigurð Þórðarson sem betur er þekktur sem Siggi Hakkari. „Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára,“ segir þau hjónin í pistli sem vakti mikla athygli. Hjónin segja þáttargerðarfólkið hafa logið til um að þættirnir væru unnir með samþykki þeirra og þeir snúi þannig hnífnum enn frekar í sárinu. „Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um,“ segir í pistlinum sem birtist í upphafi árs. Og þau eru ósátt við það að Stöð 2 hafi keypt þessa þætti og sýnt, það ber vott um dómgreindarleysi sem jaðrar við siðleysi. Og að Vísir hafi svo fjallað um þættina var að mati þeirra hjóna til að bíta hausinn af skömminni, segja hjónin og er þeim mikið niðri fyrir. 4. Að kjósa taktískt gegn Katrínu Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður ritaði nokkra pistla á árinu sem allir vöktu mikla athygli en enginn þó sem pistillinn sem er undir þessari yfirskrift: „Svona getum viðkomið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar beinir Björn spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og forsetaframboði hennar. Miðað við skoðanakannanir þegar Björn birti pistilinn, 28. mars, var staðan sú að Kartín gæti mögulega náð kjöri með fjórungs fylgi. Þetta er vegna þess að stuðningur „okkar, sem viljum hana ekki, dreifist á marga frambjóðendur. Ef hér væri önnur umferð þar sem kosið væri aftur milli tveggja efstu held ég að Katrín ætti enga möguleika. Við sem viljum Katrínu ekki myndum sameinast um mótframbjóðenda hennar og vinna öruggan sigur.“ Eina ráðið að mati Björns við þeim vanda væri fyrir þá sem ekki vilja Katrínu að kjósa taktískt. „Með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Hvort sem það verður, Baldur, Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir. Við keppum fram að kjördegi en sameinumst svo um að forsetinn verði fólksins - hver þeirra sem það verður,“ skrifaði Björn. Og honum varð að ósk sinni, svo virðist sem fólk hafi tekið mark á ráðleggingum hans því Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar með yfirburðum. 5. Homminn Baldur Forsetakosningarnar settu óneitanlega mark sitt á þjóðlífið og sú grein sem situr í fimmta sæti yfir mest lesnu pistla ársins er einmitt um kosningarnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður skrifar. En það er líklega ekki síst fyrirsögnin sem laðar fólk til lesturs. Sævar velkist ekki í vafa um að Baldur hafi allt til brunns að bera til að verða framúrskarandi forseti og best til þess fallinn af þeim frambjóðendum sem í vali voru; klár, vel gefinn og með ómælda innsýn inn í stjórnskipan landsins. Hann hafi réttu þekkinguna og reynsluna. „Þá verður ekki litið fram hjá því að hann endurspeglar breytt viðhorf til mannréttindamála sem m.a. hefur leitt til þess að samkynhneigt par er orðið gjaldgengt í framboði til forseta lýðveldisins. Það er jafn merkilegt og þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram fyrst kvenna,“ skrifar Sævar Þór. En honum varð ekki að ósk sinni og stuðningur við Baldur var ekki eins og vonir stuðningsmanna hans stóðu til. 6. Ekki að sjá að Geir hafi verið bænheyrður Róbert Björnsson, pólitískur- og efnahagsflóttamaður (eins og hann titlar sig sjálfur), skrifaði grein sem hitti í mark en þar talar hann um Ísland og hvernig þar hefur hallað undan fæti. Róbert fer ekki fögrum orðum um land og þjóð en pistill hans ber yfirskriftina „Smáríkið sem „skipti um þjóð““. Hann segir heimamenn uppfulla af græðgi og grímulausri fyrirlitningu í garð þeirra 70 þúsund þræla sem hingað hafi verið fluttir til að sinna láglaunastörfum sem landsmenn þykjast of fínir til að vinna. Og óþarft sé að minnast á hug heimamanna og ömmu þeirra til innflytjenda sem ekki eru hvítir á hörund. „50 þúsund Íslendingar kjósa að búa erlendis í dag. Skiljanlega. Álíka stór hópur vildi örugglega gjarnan búa annarsstaðir en sitja fastir í verðtryggðu skuldafangelsi og vistarbandi krónuhagkerfisins og komast hvergi,“ skrifar Róbert. Hann segir unga fólkið sem býr yfir sjálfsbjargarviðleitni og sjálfvirðingu flýja land og skili sér ekki heim úr námi – lái þeim hver sem vill. „Árið 2008 bað forsætisráðherra Guð að blessa Ísland – það er ekki að sjá að hann hafi verið bænheyrður. En er ekki kominn tími til þess að þið farið að hugsa ykkar gang og fjarlægja höfuðið úr óæðri endanum áður en dauðaspírallinn endar fyrir innan atburðasjóndeildarhrings svartholsins?“ 7. Elítu-Ragnar ritar stuðningsgrein Eins og áður sagði voru forsetakosningarnar fólki ofarlega í huga og það er enginn annar en Ragnar Kjartansson listamaður sem á pistilinn sem er í sjöunda sæti yfir þá mest lesnu á árinu. Ragnar er með snjalla fyrirsögn á pistil sinn sem hittir í mark: „Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu“. Um er að ræða stuðningspistil við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. En hann segist hafa lesið grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið. Ragnari fannst þetta bara vera orðið aðeins of fyndið. Auður sagði af sér sem menningarritstóri eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni. „Ég gat ekkii annað en flissað yfir þessu öllu saman,“ segir Ragnar. Ragnar segir Katrínu afburðahæfa til að gegna forsetaembættinu og því kjósi hann hana. „Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum,“ skrifar Ragnar sem fékk ekki Katrínu heldur Höllu Tómasardóttur. Spurning hvort hann muni skemmta á Bessastöðum í bráð? 8. Fjarlækningar Victor Guðmundsson læknir ritar um það mál sem var ofarlega á baugi á árinu sem er að líða. Fyrirsögnin er beint af augum: „Heilbrigðiskerfi Íslands – Tími fyrir lausnir“ og birtist pistillinn 15. maí. Hann segir víða hægt að gera gott heilbrigðiskerfi betra. Og fer svo í saumana á því. Victor rekur í sjö liðum hvar pottur sé brotinn og segir svo staðfasta trú sína að með fjarlækningum og fjarheilbrigðisþjónustu megi bæta stöðuna, gera þjónustuna skilvirkari og betri. „Ávinningurinn er víðtækur, allt frá því að bæta aðgengi að læknisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu og bæta árangur sjúklinga í að efla samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk svo hægt verði að grípa fyrr inn í og koma með fyrirbyggjandi aðgerðir.“ Victor segir að eftir því sem bæði tækni og heilbrigðisþjónusta þróast, muni fjarlækningar og fjarheilbrigðisþjónusta án efa gegna lykilhlutverki í að móta framtíð læknisfræðinnar, gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri, skilvirkari og einstaklingsmiðaðri en áður hefur þekkst hér á landi. Pistillinn hitti í mark og er sá áttundi mest lesni 2024. 9. Má Katrín bjóða sig fram? Enn er það pistill um forsetaframboðið sem laumar sér á lista yfir tíu mest lesnu pistla ársins. Nú er það Jón Ólafsson, sem starfar við Háskóla Íslands, sem lyftir penna. Hann hefur mál sitt á að vitna í Kate Manne sem heldur því fram að kvenhatur lifi góðu lífi í vestrænu samfélagi. „Það má taka einfalt dæmi: Hörðum fréttaspyrlum af karlkyni er oft hælt fyrir að þjarma að viðmælendum sínum, láta þá ekki komast upp með moðreyk. Þegar fjölmiðlakonur gera það sama eru viðbrögðin gjarnan önnur og líklegra að þeim sé bent á að þær séu aggressívar eða virðist reiðar,“ segir Jón í pistli sínum. Jón segir framboð Katrínar vera sagt siðlaust, sumir haldi því fram grafalvarlegir að hún sé vanhæf til að fara með þau völd sem í því felast að veita stjórnarmyndunarumboð; „fólk segist hafa þungar áhyggjur af stökki úr forsætisráðherrastóli á Bessastaði ef til kemur. Því er semsagt haldið fram að hún megi ekki bjóða sig fram. Með því að gera það hafi hún farið yfir mörk.“ En Jón gefur ekki mikið fyrir þetta, hann segist engu að síður ætla að kjósa Katrínu og ástæðan sé sú að hún sé langhæfust til að gegna starfinu. 10. Breytum reiði í gleði Natan Kolbeinsson er sérstakur áhugamaður um gleði og gaman. Þannig titlar hann sig í það minnsta og fyrirsögn pistils hans er „Breytum reiði í gleði“. Pistillinn er um forsetakjörið og er stuðningsyfirlýsing við framboð Jóns Gnarrs. Jón reið ekki feitum hesti frá forsetaframboðinu en það reyndist hins vegar ágætur upptaktur fyrir þingmannsferil hans en hann mun á næstunni taka sæti sem þingmaður Viðreisnar. „Ég er búinn að fá nóg af þessari reiði og búinn að fá nóg af þessum leiðindum sem fylgja henni. Ég vil sjá meiri gleði og gaman í samfélaginu. Ég vil að rödd lista og sköpunar fái að heyrast í stjórnkerfinu. Ég vil Jón Gnarr sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Natan sem grátbiður lesendur um að kjósa þennan miðaldra mann. Natan segir að Jóni hafi tekist að beisla reiðina og breyta henni í gleði og gaman. Það gerði hann með Besta flokknum. „Við sluppum við það að reiðin breyttist í hatur hér á landi og núna getum við gert það aftur því hann er í framboði til forseta lýðveldsins!“
Forsetakosningar 2024 Heilbrigðismál Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Íslensk tunga Orkumál Fréttir ársins 2024 Tengdar fréttir Viðhorfspistlar ársins 2023: Hænsn, hatur og allt þar á milli Hvað var fólki efst í huga á árinu 2023? Hvar liggja átakalínurnar? Þessar raunverulegu. Hvað er umhugsunarinnar virði? 18. desember 2023 07:51 Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2022: Ýmsir fá það óþvegið í pistlum ársins Mest lesnu viðhorfspistlar ársins gefa haldbærar vísbendingar um hvað klukkan sló á árinu 2022 – sem senn er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. 17. desember 2022 10:01 Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Sjá meira
Viðhorfspistlar ársins 2023: Hænsn, hatur og allt þar á milli Hvað var fólki efst í huga á árinu 2023? Hvar liggja átakalínurnar? Þessar raunverulegu. Hvað er umhugsunarinnar virði? 18. desember 2023 07:51
Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2022: Ýmsir fá það óþvegið í pistlum ársins Mest lesnu viðhorfspistlar ársins gefa haldbærar vísbendingar um hvað klukkan sló á árinu 2022 – sem senn er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. 17. desember 2022 10:01
Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01