HM 2018 í Rússlandi

Fréttamynd

Gylfi komst í fámennan hóp

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í fyrsta eða öðru sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins undanfarin fjögur ár, tvisvar í efsta sæti og tvisvar í öðru sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn sætara í annað skiptið

Gylfi Þór Sigurðsson er Íþróttamaður ársins 2016 í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu næstar á eftir í kjörinu sem var lýst í Hörpu í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi: Mitt besta ár

Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Southgate fékk starfið

Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Gareth Southgate hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins til næstu fjögurra ára.

Enski boltinn
Fréttamynd

Asprilla: James er með sömu stæla og Ronaldo

Faustino Asprilla, fyrrverandi landsliðsmaður Kólumbíu og leikmaður Newcastle United og fleiri liða, segir að Cristiano Ronaldo hafi slæm áhrif á James Rodríguez, samherja sinn hjá Real Madrid og fyrirliða kólumbíska landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Formlega krýndir kóngar norðursins

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta urðu að þjóðhetjum á árinu 2016. Liðið kvaddi þetta sögulega ár með sigri á Möltu í vináttuleik. Strákarnir okkar spiluðu fleiri leiki en nokkru sinni fyrr, unnu fleiri leiki en áður, komust á stórmót og slógu þar í gegn og eru langbesta lið Norðurlanda. Sjö ár eru síðan önnur Norðurlandaþjóð hafði annað eins forskot á þá næstu á styrkleikalista FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney segir sorrí

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, hefur beðist afsökunar á myndinni sem birtist af honum á forsíðu The Sun í dag.

Enski boltinn