Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur háleitar hugmyndir um að gera Heimsmeistarakeppni félagsliða að stórviðburði í knattspyrnuheiminum.
Heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í desember á hverju ári og verður seint talin með vinsælasta knattspyrnumóti tímabilsins. Meistaralið Evrópu og Suður-Ameríku koma bæði inn í undanúrslitin og mætast oftast í úrslitaleiknum.
Ítölsk og spænsk blöð hafa það eftir Gianni Infantino að núna sé kominn tími til að breyta þessu og að ný glæsileg Heimsmeistarakeppni félagsliða verði komin á laggirnar árið 2019.
Gianni Infantino vill að þetta verði 32 liða keppni sem fari fram síðustu þrjár vikurnar í júnímánuði. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og spænska blaðið El Mundo Deportivo voru bæði með frétt um þessa framtíðarsýn forsetans.
Næsta heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Japan í næsta mánuði. Real Madrid frá Spáni og kólumbíska liðið Atletico Nacional eru líkleg til að mætast í úrslitaleiknum.
Infantino vill stækka keppnir FIFA því áður hefur komið fram mikill áhugi hans fyrir því að stækka heimsmeistarakeppni landsliða upp í 40 eða 48 þjóða keppni. Hann er þegar kominn með þær hugmyndir inn á borð hjá framkvæmdastjórn FIFA.
Hvort að það sé pláss fyrir svona 32 liða keppni á hverju knattspyrnuárinu verður að koma í ljós en álagið er þegar mikið á bestu knattspyrnumenn heims.
32 liða Heimsmeistarakeppni félagsliða í burðarliðnum hjá FIFA
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn


Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti


