Gylfi: Mitt besta ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 21:01 Gylfi fagnar einu af 14 mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. Gylfi var í stóru hlutverki, bæði hjá sínu félagsliði, Swansea City, og íslenska landsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. „Persónulega er þetta búið að vera frábært ár,“ sagði Gylfi í samtali við Hauk Harðarson og Eddu Sif Pálsdóttur í beinni útsendingu á RÚV eftir að greint var frá niðurstöðu kjörsins á Íþróttamanni ársins. „Gengi Swansea hefur ekki verið upp á marga fiska en fyrir mig persónulega hefur þetta verið gott ár. EM í Frakklandi stendur upp úr og það er eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma. Þetta var mjög gott ár og vonandi eru bjartir tímar framundan,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir hann? „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur af sterku og góðu íþróttaári fyrir Ísland. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sætara að vinna þetta núna í annað sinn,“ sagði Gylfi sem spilaði hverju einustu mínútu á EM í Frakklandi þar sem íslenska liðið sló eftirminnilega í gegn. „Þetta var frábært og það sem mestu skipti er að liðinu gekk vel. Við fórum alla leið í 8-liða úrslit, sem var eitthvað sem mann þorði kannski ekki að dreyma um,“ sagði Gylfi. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að koma aftur til Swansea eftir EM-ævintýrið. „Það er ekkert auðvelt að fara úr 8-liða úrslitum á EM í botnbaráttu á Englandi en svona er þetta stundum. Þetta hefur verið erfitt ár, í lok síðasta tímabils og byrjun þessa. En vonandi fer okkur að ganga betur og við höldum okkur í deildinni sem er mikilvægt fyrir okkur og fólkið í Swansea,“ sagði Gylfi. En hver er næstu skref hans á ferlinum? „Halda okkur í deildinni, það skiptir mestu máli eins og er. Við verðum að vinna einhverja leiki og safna sem flestum stigum. Persónulega er ég á góðum stað á mínum ferli og er vonandi að nálgast hátind hans. Næstu 2-3 ár verð ég vonandi í úrvalsdeildinni eða í sterkum deildum annars staðar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2016. Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, Íþróttamaður ársins 2016, segir að árið sem nú er senn á enda sé hans besta á ferlinum. Gylfi var í stóru hlutverki, bæði hjá sínu félagsliði, Swansea City, og íslenska landsliðinu sem fór alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi í sumar. „Persónulega er þetta búið að vera frábært ár,“ sagði Gylfi í samtali við Hauk Harðarson og Eddu Sif Pálsdóttur í beinni útsendingu á RÚV eftir að greint var frá niðurstöðu kjörsins á Íþróttamanni ársins. „Gengi Swansea hefur ekki verið upp á marga fiska en fyrir mig persónulega hefur þetta verið gott ár. EM í Frakklandi stendur upp úr og það er eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma. Þetta var mjög gott ár og vonandi eru bjartir tímar framundan,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn var einnig valinn Íþróttamaður ársins 2013. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir hann? „Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur af sterku og góðu íþróttaári fyrir Ísland. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sætara að vinna þetta núna í annað sinn,“ sagði Gylfi sem spilaði hverju einustu mínútu á EM í Frakklandi þar sem íslenska liðið sló eftirminnilega í gegn. „Þetta var frábært og það sem mestu skipti er að liðinu gekk vel. Við fórum alla leið í 8-liða úrslit, sem var eitthvað sem mann þorði kannski ekki að dreyma um,“ sagði Gylfi. Hann viðurkennir að það hafi verið dálítið erfitt að koma aftur til Swansea eftir EM-ævintýrið. „Það er ekkert auðvelt að fara úr 8-liða úrslitum á EM í botnbaráttu á Englandi en svona er þetta stundum. Þetta hefur verið erfitt ár, í lok síðasta tímabils og byrjun þessa. En vonandi fer okkur að ganga betur og við höldum okkur í deildinni sem er mikilvægt fyrir okkur og fólkið í Swansea,“ sagði Gylfi. En hver er næstu skref hans á ferlinum? „Halda okkur í deildinni, það skiptir mestu máli eins og er. Við verðum að vinna einhverja leiki og safna sem flestum stigum. Persónulega er ég á góðum stað á mínum ferli og er vonandi að nálgast hátind hans. Næstu 2-3 ár verð ég vonandi í úrvalsdeildinni eða í sterkum deildum annars staðar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2016.
Enski boltinn Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36 Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2016 en niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:36
Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:22