Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 16:58 Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu. Vísir/Getty Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira
Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. Eftir slæmt tap bandaríska landsliðsins á móti Kosta Ríka í undankeppni HM er hinsvegar farið að hitna undir Klinsmann. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við starfið er Bruce Arena, fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins. Nú er stóra spurningin hvort Arena geti staðið við stóru orðin sín. Bruce Arena hefur sterkar skoðanir þegar kemur að þeim leikmönnum sem bandarísk tengsl sem Klinsmann hefur „safnað“ víðsvegar að úr Evrópu. Leikmennirnir sem um ræðir eiga annaðhvort eitt bandarískt foreldri eða önnur sterk tengsl þótt að þeir hafi flestir alist upp í Þýskalandi eða öðrum Evrópulöndum. „Landsliðmenn okkar eiga að vera bandarískir. Ef þeir eru fæddir í öðrum löndum þá erum við ekkert að bæta okkur,“ sagði Bruce Arena í viðtali við tímarit ESPN árið 2013. CBS fjallaði um þetta. Aron er bara einn af mörgum leikmönnum bandaríska landsliðsins í dag sem hafa spilað unglingalandsliðum annarra þjóða en síðan ákveðið að spila með bandaríska landsliðinu. Í síðasta hóp var einn leikmaður bandaríska landsliðsins fæddur í Mexíkó, einn fæddist í Englandi og fjórir fæddust í Þýskalandi. Bruce Arena ætti samt að geta valið Aron því Aron fæddist í Mobile í Alabama fylki þótt að hann hafi eytt flestum uppvaxtarárum sínum á Íslandi. Bruce Arena stillti upp á sínum tíma leikmönnum sem voru fæddir utan Bandaríkjanna. Fimm leikmenn í HM-hóp hans árið 2002 fæddust ekki í Bandaríkjunum. Það er því allt eins líklegt að hann sjái eftir orðum sínum frá því fyrir þremur árum. Jürgen Klinsmann er ennþá þjálfari bandaríska landsliðsins og það þarf náttúrulega að breytast fyrst áður en Bruce Arena fær starfið. Aron Jóhannsson var í hópnum í síðustu leikjum liðsins í undankeppninni en fékk ekki eina einustu mínútu. Framtíð hans í bandaríska landsliðinu er því hvort sem er allt annað en örugg verði Klinsmann áfram þjálfari liðsins.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Sjá meira