Formlega krýndir kóngar norðursins Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2016 06:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar mögnuðum sigri á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 sem var kirsuberið á annars gómsætri köku sem árið var hjá strákunum okkar. vísir/vilhelm Þegar nýr styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verður gefinn út í næstu viku verður íslenska landsliðið áfram í 21. sæti en þangað náði liðið í síðasta mánuði eftir sigra á Finnum og Tyrkjum. Það er jafnframt besti árangur liðsins í sögunni. Strákarnir okkar verða þar fyrir ofan fótboltastórveldið og fyrrverandi Evrópumeistara Hollands. Tímarnir svo sannarlega breyttir í boltanum. Íslenska liðið verður áfram efst Norðurlandaþjóðanna. Réttara sagt verður það áfram langefst. Horfa þarf aftur um sjö ár til að finna annan eins mun á efstu Norðurlandaþjóðunum. Strákarnir okkar heilluðu fótboltaheiminn á árinu 2016 og verða á síðasta heimslistanum sem skiptir máli á þessu ári formlega krýndir kóngar norðursins.grafík/fréttablaðiðÁ toppnum síðan í apríl Á fyrsta heimslista ársins var Ísland í 36. sæti en hafði þá auðvitað ekkert spilað síðan í nóvember 2015. Strákarnir okkar voru þá tveimur sætum á eftir Svíum sem héldu toppsæti Norðurlandaþjóðanna fram í apríl. Ísland var þremur sætum á eftir Svíum í febrúar og fjórum sætum á eftir í apríl en í júní var íslenska liðið komið einu sæti á undan fyrrverandi lærisveinum Lars Lagerbäcks í sænska landsliðinu. Síðan þá hafa okkar menn verið efstir Norðurlandaþjóðanna. Ísland tók afgerandi forystu eftir Evrópumótið þar sem íslenska liðið sló í gegn og náði alla leið í átta liða úrslit í frumraun sinni á stórmóti. Eftir fimm leiki af dramatík, gleði og smá sorg undir lokin var 22. sæti heimslistans staðreyndin í júlí og strákarnir okkar orðnir langefstir af Norðurlandaþjóðunum. Ísland var þá komið með 18 sæta forskot á Svíþjóð sem er eina landið í norðrinu sem hefur barist af alvöru við Ísland á heimslistanum á þessu ári. Síðan í júlí hefur forskotið haldist örugglega. Strákarnir okkar voru 17 sætum á undan Svíum í ágúst, svo fjórtán sætum í september, aftur 18 sætum á undan í október og á næsta lista verður Ísland 20 sætum á undan Svíþjóð, næstu Norðurlandaþjóð á listanum. Ísland verður áfram í 21. sæti en Svíar í 41. sæti. Þetta er mesti munur á tveimur efstu Norðurlandaþjóðunum í heil sjö ár eða síðan Danmörk var með 25 sæta forskot á Svíþjóð árið 2009. Danir voru þá í 16. sæti en Svíar í 41. sæti. Nú eru Danir fimm sætum á eftir Svíum í 46. sæti. Aðrar Norðurlandaþjóðir skipta vart máli í þessari baráttu og ljóst að íslenska landsliðið er búið að taka afgerandi forskot í norðrinu.grafík/fréttablaðiðFrábært ár að baki Árið 2016 var svo sannarlega sögulegt og eftirminnilegt hjá strákunum okkar. Þeir spiluðu fleiri leiki en nokkru sinni fyrr, unnu fleiri leiki en áður og fóru í fyrsta sinn á stórmót þar sem þeir heilluðu heiminn. Ísland tapaði ekki sínum fyrsta leik í frumrauninni fyrr en það fékk skell gegn gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi heimamanna í átta liða úrslitum en kirsuberið á 2016-kökunni verður alltaf sigurinn á Englendingum í Nice í 16 liða úrslitum mótsins. Íslenska liðið skoraði í öllum landsleikjum ársins nema einum og kvaddi árið með stæl þegar „B“-liðið fékk tækifæri gegn Möltu í síðasta leik ársins og vann, 2-0. Heimir Hallgrímsson var búinn að tala um að hann vildi kveðja árið með stæl og það gerðu okkar menn. Íslenskur fótbolti hefur aldrei verið meira áberandi, hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum tók næsta skref á sínum ferli og komst í betra lið og framtíðin virðist björt. Þeir sem óttuðust svo einhverja EM-þynnku þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur því strákarnir okkar byrjuðu nýja undankeppni með látum og fengu sjö stig af níu mögulegum áður en kom að tapinu fyrir Króatíu í Zagreb.Áfram gakk eftir áramót Svíþjóð er eina landið sem er með jafn mörg stig og Ísland í undankeppni HM 2018 enda leituðu þeir til Lars Lagerbäck til að hjálpa sér. Árið 2016 var svo sannarlega sögulegt því ekki bara var íslenska liðið frábært innan vallar heldur líka utan vallar. Segið það sem þið viljið um „víkingaklappið“ en það er frægasta stuðningsmannahróp heims í dag. Tólfbomban hjá karlalandsliðinu á gamlárskvöld verður fegurri en nokkru sinni fyrr en svo er það áfram gakk á nýju ári. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Sjá meira
Þegar nýr styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verður gefinn út í næstu viku verður íslenska landsliðið áfram í 21. sæti en þangað náði liðið í síðasta mánuði eftir sigra á Finnum og Tyrkjum. Það er jafnframt besti árangur liðsins í sögunni. Strákarnir okkar verða þar fyrir ofan fótboltastórveldið og fyrrverandi Evrópumeistara Hollands. Tímarnir svo sannarlega breyttir í boltanum. Íslenska liðið verður áfram efst Norðurlandaþjóðanna. Réttara sagt verður það áfram langefst. Horfa þarf aftur um sjö ár til að finna annan eins mun á efstu Norðurlandaþjóðunum. Strákarnir okkar heilluðu fótboltaheiminn á árinu 2016 og verða á síðasta heimslistanum sem skiptir máli á þessu ári formlega krýndir kóngar norðursins.grafík/fréttablaðiðÁ toppnum síðan í apríl Á fyrsta heimslista ársins var Ísland í 36. sæti en hafði þá auðvitað ekkert spilað síðan í nóvember 2015. Strákarnir okkar voru þá tveimur sætum á eftir Svíum sem héldu toppsæti Norðurlandaþjóðanna fram í apríl. Ísland var þremur sætum á eftir Svíum í febrúar og fjórum sætum á eftir í apríl en í júní var íslenska liðið komið einu sæti á undan fyrrverandi lærisveinum Lars Lagerbäcks í sænska landsliðinu. Síðan þá hafa okkar menn verið efstir Norðurlandaþjóðanna. Ísland tók afgerandi forystu eftir Evrópumótið þar sem íslenska liðið sló í gegn og náði alla leið í átta liða úrslit í frumraun sinni á stórmóti. Eftir fimm leiki af dramatík, gleði og smá sorg undir lokin var 22. sæti heimslistans staðreyndin í júlí og strákarnir okkar orðnir langefstir af Norðurlandaþjóðunum. Ísland var þá komið með 18 sæta forskot á Svíþjóð sem er eina landið í norðrinu sem hefur barist af alvöru við Ísland á heimslistanum á þessu ári. Síðan í júlí hefur forskotið haldist örugglega. Strákarnir okkar voru 17 sætum á undan Svíum í ágúst, svo fjórtán sætum í september, aftur 18 sætum á undan í október og á næsta lista verður Ísland 20 sætum á undan Svíþjóð, næstu Norðurlandaþjóð á listanum. Ísland verður áfram í 21. sæti en Svíar í 41. sæti. Þetta er mesti munur á tveimur efstu Norðurlandaþjóðunum í heil sjö ár eða síðan Danmörk var með 25 sæta forskot á Svíþjóð árið 2009. Danir voru þá í 16. sæti en Svíar í 41. sæti. Nú eru Danir fimm sætum á eftir Svíum í 46. sæti. Aðrar Norðurlandaþjóðir skipta vart máli í þessari baráttu og ljóst að íslenska landsliðið er búið að taka afgerandi forskot í norðrinu.grafík/fréttablaðiðFrábært ár að baki Árið 2016 var svo sannarlega sögulegt og eftirminnilegt hjá strákunum okkar. Þeir spiluðu fleiri leiki en nokkru sinni fyrr, unnu fleiri leiki en áður og fóru í fyrsta sinn á stórmót þar sem þeir heilluðu heiminn. Ísland tapaði ekki sínum fyrsta leik í frumrauninni fyrr en það fékk skell gegn gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi heimamanna í átta liða úrslitum en kirsuberið á 2016-kökunni verður alltaf sigurinn á Englendingum í Nice í 16 liða úrslitum mótsins. Íslenska liðið skoraði í öllum landsleikjum ársins nema einum og kvaddi árið með stæl þegar „B“-liðið fékk tækifæri gegn Möltu í síðasta leik ársins og vann, 2-0. Heimir Hallgrímsson var búinn að tala um að hann vildi kveðja árið með stæl og það gerðu okkar menn. Íslenskur fótbolti hefur aldrei verið meira áberandi, hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum tók næsta skref á sínum ferli og komst í betra lið og framtíðin virðist björt. Þeir sem óttuðust svo einhverja EM-þynnku þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur því strákarnir okkar byrjuðu nýja undankeppni með látum og fengu sjö stig af níu mögulegum áður en kom að tapinu fyrir Króatíu í Zagreb.Áfram gakk eftir áramót Svíþjóð er eina landið sem er með jafn mörg stig og Ísland í undankeppni HM 2018 enda leituðu þeir til Lars Lagerbäck til að hjálpa sér. Árið 2016 var svo sannarlega sögulegt því ekki bara var íslenska liðið frábært innan vallar heldur líka utan vallar. Segið það sem þið viljið um „víkingaklappið“ en það er frægasta stuðningsmannahróp heims í dag. Tólfbomban hjá karlalandsliðinu á gamlárskvöld verður fegurri en nokkru sinni fyrr en svo er það áfram gakk á nýju ári.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn