Norskur skammtímagróði Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Skoðun 23. apríl 2024 12:30
Ótímabundin ráðgjöf til ríkisstjórnar Ótímabundið er stórt orð. Þó svo það sé ekki eins ljóðrænt og að eilífu þá er merkingin svipuð. Til dæmis ef einhver væri látinn vinna ótímabundið fyrir annan mann, væri viðkomandi þræll en ekki frjáls maður. Skoðun 23. apríl 2024 10:00
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. Innlent 22. apríl 2024 22:36
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. Innlent 22. apríl 2024 15:39
Staðfesta risasekt Arnarlax Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022. Innlent 20. apríl 2024 14:03
Fé, fæða og fjármálaáætlun Málefni matvælaráðuneytisins bera oft á góma í samtölum fólks. Það er eðlilegt, á könnu ráðuneytisins eru fjöldi málaflokka sem varða okkar daglega líf, matinn sem við borðum, stórar atvinnugreinar og umhverfið í kringum okkur. Skoðun 20. apríl 2024 08:00
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Innlent 18. apríl 2024 13:51
Vinstri gráir SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Skoðun 17. apríl 2024 13:30
Veiðum hval - virðum lög Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Skoðun 16. apríl 2024 14:32
Mengun á við 1,7 milljón manns í boði SFS Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Skoðun 15. apríl 2024 10:17
Fyrirtæki í fiskþurrkun hagnaðist um vel á þriðja milljarð við söluna á Kerecis Fyrirtæki á Vestfjörðum, sem sérhæfir sig einkum í þurrkun fisks, hagnaðist um 2,5 milljarða þegar gengið var frá risasölu á Kerecis til Coloplast síðastliðið haust. Félagið Klofningur, sem hafði verið hluthafi í Kerecis í meira en áratug, greiðir bróðurpart söluhagnaðarins út í arð til eigenda sem eru önnur fyrirtæki og einstaklingar af svæðinu. Innherji 15. apríl 2024 09:40
Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. Innlent 13. apríl 2024 08:40
KEA selur hlut sinn í Slippnum KEA hefur selt 12 prósenta eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri. Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurra ára skeið. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 09:46
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. Viðskipti innlent 10. apríl 2024 11:45
„Ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, segist ætla að halda áfram þeim verkefnum sem Svandís Svavarsdóttir hefur sinnt í ráðuneytinu. Hún segist spennt takast á við ný verkefni sem ráðherra en að hún ætli að nýta daginn í að kynna sér málin í ráðuneytinu. Innlent 10. apríl 2024 11:32
Áhrif veiðarfæra á losun koltvísýrings og líffræðilega fjölbreytni á hafsbotni Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Skoðun 6. apríl 2024 13:40
Hver á kvótann? Samkvæmt þingmálaskrá átti að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um sjávarútveg (heildarlög) fyrir 18. mars í ár. Frumvarpið hefur sennilega ekki hlotið náð hjá ríkisstjórn því ekkert bólar á því enn. Enda mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei leyfa breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þrengir að einhverju leyti að stórútgerðinni. Það höfum við séð hvað eftir annað og engin ástæða til að ætla að breyting verði þar á. Skoðun 3. apríl 2024 16:01
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. Atvinnulíf 2. apríl 2024 07:00
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. Erlent 29. mars 2024 08:48
Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á? Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni. Lífið 24. mars 2024 12:31
LIVE fjárfesti fyrir 1,5 milljarð í First Water og fer með sex prósenta hlut Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti fyrir 1,5 milljarða króna með beinum hætti í landeldinu First Water þegar fiskeldið kláraði stórt hlutfjárútboð í fyrra og var þá verðmetið á liðlega 25 milljarða. Stjórnarformaður sjóðsins, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, kallar eftir því að settur verði aukinn kraft í greiningu vænlegra innviðafjárfestinga svo hægt sé að virkja sem fyrst tækifærin sem bíða á því sviði. Innherji 22. mars 2024 15:55
Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd. Viðskipti innlent 21. mars 2024 22:22
Sakar SKE um „íhlutun íhlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hagsmuna almennings Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni. Innherji 21. mars 2024 15:22
Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Innlent 21. mars 2024 12:24
Bjarni Ólafsson AK í slipp á Akureyri Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson AK hélt áleiðis til Akureyrar frá Neskaupsstað í morgun. Skipið hefur legið við höfn Neskaupsstaðar síðastliðið ár en fer nú í slipp á Akureyri. Skipið var síðast notað á loðnuvertíðinni 2023. Innlent 20. mars 2024 19:56
„Kvótasetning grásleppu snýst um að tryggja arðsemi“? Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Skoðun 18. mars 2024 08:31
Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. Innlent 17. mars 2024 12:41
Þorðu ekki að setja út á skipstjórann vegna þrúgandi andrúmslofts Þrúgandi vinnustaðamenning var ríkjandi á flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl á síðasta ári. Áhöfn skipsins setti ekki spurningamerki við ákvarðanir skipstjórans sem hafði ekki áhuga á að leita aðstoðar hjá heimamönnum sem þekkja vel aðstæður á siglingarleiðinni. Innlent 16. mars 2024 15:01
Færeyska 757-þotan fær aðra ferð á Vogaflugvöll Boeing 757-flutningaþota færeyska félagsins FarCargo hefur fengið undanþágu frá dönskum samgönguyfirvöldum til að lenda í Færeyjum í dag. Áform um reglulega fiskflutninga eru í uppnámi þar sem reglugerð fyrir Vogaflugvöll, eina flugvöll Færeyinga, takmarkar vænghaf þeirra flugvéla sem mega nota völlinn við allt að 36 metra en 757-þotan er með 41 metra breitt vænghaf. Viðskipti erlent 14. mars 2024 11:30
Halda enn í vonina um loðnuvertíð Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar. Viðskipti innlent 12. mars 2024 10:31