Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar 7. júlí 2025 11:32 Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun