Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar 7. júlí 2025 11:32 Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdur laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skjáskot úr leit Google. Umheimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hræðileg starfsemi sjókvíaeldi er fyrir umhverfið, lífríkið og líka eldisdýrin sjálf sem eiga ömurlega vist í sjókvíunum. Sjúk eldisdýr Það sem sjókvíaeldisfyrirtækin kalla „kynbætur“ hefur haft þær afleiðingar að hver einasti eldislax er hjartveikur, yfir helmingur er heyrnarlaus eða með takmarkaða heyrn og beinagrind og höfuðkúpa stórs hluta laxanna er aflöguð. Ástæðan er látaus áhersla sjókvíaeldismanna í „kynbótastarfinu“ á að auka vaxtarhraða eldisdýranna sem allra mest. Græðgin er taumlaus. Tilvera eldislaxanna í sjókvíunum er ömurleg og hvergi verri en hér við Ísland þar sem hátt í fjórðungur þeirra drepst á ári hverju vegna sníkjudýra, sjúkdóma eða þeirra slæmu heilsu sem þeim hefur verið sköpuð með „kynbótunum“. Myndin sem kemur upp við leitina er ein af um 300 sem skosk yfirvöld birtu af ástandi eldislaxa í sjókvíum þar við land. Ljósmyndir úr íslenskum sjókvíum eru enn þá verri. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa laxinn í sjókvíum í um tvö ár. Það þýðir að um og yfir 40 prósent þeirra hefur drepist hér við land áður en kemur að slátrun. Dagarnir eru taldir Mjög ákveðin teikn eru á lofti um að heimurinn sé byrjaður að snúa baki við sjókvíaeldisiðnaðinum. Atle Eide, fyrrum stjórnarformaður norska eldisrisans Salmar, móðurfélags Arnarlax, sagði í viðtali vorið 2021 að dagar sjókvíeldis í opnum sjókvíum væru taldir. Hans spá var að um 2030 myndi neytendur um allan heim hafa áttað sig á því hversu slæm umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru og hversu alvarlegur dýravelferðarvandinn er í sjókvíunum. Þessi þróun er farin af stað. Skynsamir áhættugreinendur myndu aldrei leggja framtíð heilu byggðarlaganna í hendur þessarar grimmdarlegu stóriðju. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru stórfyrirtæki þar sem hagur hluthafanna er alltaf og undantekningarlaust í forgangi, hvort sem það er á kostnað umhverfisins, lífríkisins, eldisdýranna eða íbúa þeirra þorpa þar sem fyrirtækin eru með starfstöðvar þá stundina. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun