„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:51 Af þéttsetnum íbúafundi Þingeyringar í gær, mánufag, vegna áforma Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Félagsheimilið Þingeyri Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira