„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:51 Af þéttsetnum íbúafundi Þingeyringar í gær, mánufag, vegna áforma Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Félagsheimilið Þingeyri Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira