80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar 1. júlí 2025 14:32 Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Sjá meira
Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun