Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2025 12:31 Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Tímasetninguna, árið 2021, þegar fyrirtækin veifuðu þessum plönum framan í sveitarstjórn Vesturbyggðar ber að skoða sem hluta af refskák við að tryggja stuðning við þessa skaðlegu starfsemi í héraðinu. Ekkert gerðist svo í framhaldinu og nú hefur verið hætt við allt saman. Við Íslendingar þekkjum vel gríðarleg áhrif tækniframfara á störf í sjávarútvegi. Nú dekkar ein áhöfn frystitogari það sem áhafnir fjölda minni báta og starfsfólk frystihúsa á landi gerði áður. Sama hraða fækkun starf er á fleygiferð í sjókvíaeldi. Fjarstýrt frá Noregi Fyrir sjö árum kynntu norskir eigendur sjókvíeldisfyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða (heitir nú Kaldvík) áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum í íslenskum fjörðum frá Noregi. Tæknin var til staðar 2018 og það sem meira er hefur fleygt stórlega fram. Gervigreindin er að taka við af mannsauganu við skjái þar sem hefur verið fylgst með fóðrun og öðru í sjókvíunum. Þróunin vísar skýrt í eina átt: innan skamms mun ekki starfsfólk sitja við og horfa á þetta myndefni. Gervigreindin tekur við og allt það dæmi verður keyrt í gegnum höfuðstöðvarnar í Noregi. Haldi einhver að þetta sé hræðsluáróður má benda viðkomandi á viðtal frá 2022 við talsmann norska sjókvíaeldisrisann Grieg þar sem hann lýsir hvernig hægt er að fjarstýra fóðrun í sjókvíum frá höfuðstöðvum félagsins, skammt frá Stavanger, ekki aðeins á stóru svæði við strandlengju Noregs heldur líka á tveimur aðskildum svæðum í Kanada, í Bresku Kólumbíu og við Labrador. Fylla firði af mengun En hvað verður þá eftir á Íslandi? Það vitum við vel. Gríðarleg klóakmengun sem þessi fyrirtæki láta renna óhreinsaða í firðina okkar og stórlaskað lífríki en líklega enginn villtur íslenskur laxastofn vegna eyðandi áhrifa erfðablöndunar eldislax sem sleppur látlaust úr sjókvíunum. Ný ríkisstjórn hefur í höndum sér að snúa af þessari braut sem vörðuð var af fyrri ríkisstjórn. Að aðhafast ekkert er ekki í boði. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Tímasetninguna, árið 2021, þegar fyrirtækin veifuðu þessum plönum framan í sveitarstjórn Vesturbyggðar ber að skoða sem hluta af refskák við að tryggja stuðning við þessa skaðlegu starfsemi í héraðinu. Ekkert gerðist svo í framhaldinu og nú hefur verið hætt við allt saman. Við Íslendingar þekkjum vel gríðarleg áhrif tækniframfara á störf í sjávarútvegi. Nú dekkar ein áhöfn frystitogari það sem áhafnir fjölda minni báta og starfsfólk frystihúsa á landi gerði áður. Sama hraða fækkun starf er á fleygiferð í sjókvíaeldi. Fjarstýrt frá Noregi Fyrir sjö árum kynntu norskir eigendur sjókvíeldisfyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða (heitir nú Kaldvík) áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum í íslenskum fjörðum frá Noregi. Tæknin var til staðar 2018 og það sem meira er hefur fleygt stórlega fram. Gervigreindin er að taka við af mannsauganu við skjái þar sem hefur verið fylgst með fóðrun og öðru í sjókvíunum. Þróunin vísar skýrt í eina átt: innan skamms mun ekki starfsfólk sitja við og horfa á þetta myndefni. Gervigreindin tekur við og allt það dæmi verður keyrt í gegnum höfuðstöðvarnar í Noregi. Haldi einhver að þetta sé hræðsluáróður má benda viðkomandi á viðtal frá 2022 við talsmann norska sjókvíaeldisrisann Grieg þar sem hann lýsir hvernig hægt er að fjarstýra fóðrun í sjókvíum frá höfuðstöðvum félagsins, skammt frá Stavanger, ekki aðeins á stóru svæði við strandlengju Noregs heldur líka á tveimur aðskildum svæðum í Kanada, í Bresku Kólumbíu og við Labrador. Fylla firði af mengun En hvað verður þá eftir á Íslandi? Það vitum við vel. Gríðarleg klóakmengun sem þessi fyrirtæki láta renna óhreinsaða í firðina okkar og stórlaskað lífríki en líklega enginn villtur íslenskur laxastofn vegna eyðandi áhrifa erfðablöndunar eldislax sem sleppur látlaust úr sjókvíunum. Ný ríkisstjórn hefur í höndum sér að snúa af þessari braut sem vörðuð var af fyrri ríkisstjórn. Að aðhafast ekkert er ekki í boði. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun