Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 06:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir (t.v.) segir að Jens Garðar Helgason (t.h.) hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjald vegna hagsmunaáreksturs. Vísir Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hafi áhrif á afstöðu hans til veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi þingflokksformaður flokks hans tekur undir gagnrýni á hæfi hans til að fjalla um málið. Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira