NFL deildin flýr snjóinn Það þarf jafnan mikið að gerast til þess að NFL leikir fari ekki fram enda eru þeir þekktir fyrir að vera spilaðir í nánast öllum veðrum og vindum. Eða næstum því öllum. Sport 18. nóvember 2022 10:30
Landsliðskonurnar okkar sáu Brady spila, vinna og setja met Allt snerist um NFL-deildina í München í gær þegar þar var spilaður í fyrsta sinn leikur í NFL-deildinni á þýskri grundu. Sport 14. nóvember 2022 13:01
Stóru spurningarnar: Verða Ernirnir fullkomnir? Hinn stórskemmtilegi liður „Stóru spurningarnar“ voru á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni en þar er fjallað um NFL deildina í öllu sínu veldi. Geta Philadelphia Eagles farið taplausir í gegnum tímabilið? Það er aðeins ein af stóru spurningunum sem Andri Ólafs spurði sérfræðinga sína að í síðasta þætti. Sport 11. nóvember 2022 20:46
„Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum“ Það er skemmtilegt að vera leikmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni og liðið er líka farið að bjóða upp á frumleg liðsfögn í leikjum sínum. „You like that!!“ frasi leikstjórnandans er á miklu flugi þessa dagana. Sport 11. nóvember 2022 16:01
Lokasóknin: Vesen hjá Brady en Wilson hress í London Þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir öll helstu málin í NFL deildinni í þættinum Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 nú í vikunni. Þeir fóru yfir hverjir áttu góða og slæma helgi og þar kenndi ýmissa grasa. Sport 3. nóvember 2022 23:31
Eigandi Dallas Cowboys í vandræðum vegna hrekkjavökubúnings Jerry Jones, hinn litríki eigandi Dallas Cowboys, gæti átt von á sekt frá forsvarsmönnum NFL deildarinnar. Búningur sem hann klæddist á hrekkjavökunni hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Sport 2. nóvember 2022 20:45
Stóru spurningarnar: „Packers verður langt frá því að komast í úrslitakeppnina“ Sigursælasta lið í sögu NFL-deildarinnar, Green Bay Packers, mun ekki komast í úrslitakeppnina í ár og raunar verða langt frá því að mati sérfræðinganna í Lokasókninni á Stöð 2 Sport. Sport 2. nóvember 2022 15:01
Tók af sér hjálminn eftir snilldar snertimark og klúðraði leiknum Leikmenn hafa sjaldan farið jafnfljótt úr því að vera hetja í það að verða skúrkur og NFL-leikmaðurinn DJ Moore um helgina. Sport 1. nóvember 2022 14:00
Lokasóknin: Lukkudýr Falcons slóst við börn og Kerby Joseph átti tilþrif vikunnar Strákarnir í þættinum Lokasóknin fóru yfir hverjir áttu góða helgi og hverjir áttu slæma helgi í seinasta þætti sínum ásamt því að velja tilþrif vikunnar. Sport 28. október 2022 23:00
Tom Brady niðurlútur eftir enn eitt tapið Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu enn einum leiknum í NFL-deildinni í nótt þegar liðið átti ekki svör á móti Baltimore Ravens á heimavelli. Sport 28. október 2022 11:01
Stjörnurnar skera á tengslin við Ye Íþróttamennirnir Aaron Donald, leikmaður Los Angeles Rams í NFL deildinni, og Jaylen Brown, leikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, hafa báðir slitið samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye - áður þekktur sem Kanye West, vegna ummæla sem tónlistarmaðurinn lét falla nýverið. Sport 26. október 2022 09:31
NFL-dómarar báðu leikmann um eiginhandaráritun eftir leik Tveir dómarar í leik Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers um helgina náðust á myndband þar sem þeir báðu stjörnuútherja Buccaneers liðsins um eiginhandaráritun eftir leik. Sport 25. október 2022 13:01
Stóru karlarnir Brady og Rodgers litlir í sér eftir helgina Tom Brady og Aaron Rodgers eru tveir af bestu leikstjórnendum sögunnar og því vekur mikla athygli vandræðalega léleg frammistaða þeirra og liða þeirra þessa vikurnar. Aðra helgina í röð gengu þessar goðsagnir af velli með skottið milli lappanna. Sport 24. október 2022 10:30
Einn besti hlaupari NFL deildarinnar fær nýtt heimili á miðju tímabili Christian McCaffrey hefur spilað sinn síðasta leik með Carolina Panthers því NFL félagið skipti í gær sinni langstærstu stjörnu til Kaliforníu. Sport 21. október 2022 11:10
Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara. Sport 20. október 2022 16:01
OJ Simpson ósáttur við dómgæsluna: „Fáir sem hafa meiri reynslu af réttarkerfinu“ Dómgæslan í NFL-deildinni í amerískum fótbolta vestanhafs hefur verið milli tannana á fólki í upphafi tímabils og þykir í einhverjum tilfellum full ströng. Sérstaklega vakti dómur gegn Chris Jones úr Kansas City Chiefs í síðustu umferð athygli. Sport 13. október 2022 16:31
Fóru yfir hverjir séu nógu góðir til að spila erfiðustu stöðu í heimi Lokasóknin gerði úttekt á leikstjórnendum NFL-deildarinnar í síðasta þætti en í þessum vikulega þætti er farið yfir hverja umferð í NFL-deildinni. Sport 13. október 2022 12:01
Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins. Sport 12. október 2022 13:31
Áhorfandinn sem hljóp inn á völlinn og var „tæklaður“ kærði NFL-stjörnuna Áhorfandinn sem var tæklaður á Mánudagsleik NFL-deildarinnar milli Los Angeles Rams og San Francisco 49ers hefur nú kært leikmenn Los Angeles Rams fyrir líkamsárás. Sport 6. október 2022 17:01
Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér. Sport 4. október 2022 08:31
Beraði sig fyrir framan hótelgesti | Segir NFL vera með samsæri gegn sér Antonio Brown, fyrrum útherji Pittsburgh Steelers og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni, vakti athygli í bandarískum fjömiðlum um helgina. Enn á ný var það af umdeildum ástæðum. Sport 3. október 2022 09:31
Lækninum sem mat Tagovailoa leikhæfan sagt upp störfum Ítrekuð höfuðhögg Tua Tagovailoa, leikstjórnanda Miami Dolphins í NFL deildinni eru byrjuð að draga dilk á eftir sér. Sport 1. október 2022 22:46
Allt vitlaust vestanhafs eftir óhugnanlegt atvik: „Þetta getur drepið mann“ Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í nótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku. Sport 30. september 2022 09:31
Var refsað fyrir mjaðmasveiflur: „Þetta er of sexý fyrir NFL-deildina“ Jamaal Williams fékk dæmda á sig athyglisverða óíþróttamannslega villu þegar hann fagnaði snertimarki með Detroit Lions í NFL-deildinni um helgina með mjaðmadansi. Hann segir hreyfingar sínar ekki vera þrykkjur heldur bylgjur. Sport 29. september 2022 16:00
Hvaða lið áttu að styðja í NFL? Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum. Sport 29. september 2022 09:31
Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi. Sport 29. september 2022 07:01
Sjáðu tilþrif vikunnar: „Þetta er eins og í Matrix“ Að venju valdi Lokasóknin tilþrif vikunnar úr NFL-deildinni og þau voru ekki af verri gerðinni þessa vikuna. Sport 28. september 2022 15:30
Trompaðist eftir misheppnaða lokasókn Bræðiskast sóknarþjálfara NFL-liðsins Buffalo Bills eftir tap fyrir Miami Dolphins í gær hefur vakið mikla athygli. Sport 26. september 2022 08:31
Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. Sport 25. september 2022 23:01
„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. Sport 22. september 2022 16:31