Lögreglan í Dallas hefur gefið út handtökuskipun á hendur Von Miller fyrir að ganga í skrokk á óléttri kærustu sinni. Þessu greindu ýmsir fréttamiðlar frá á fimmtudag. Þar kom fram að lögreglan hefði verið kölluð til vegna „gríðarlegra óláta“ á heimili leikmannsins.
Von Miller's longtime girlfriend, who is pregnant, accused him of assaulting her Wednesday while at their home in Dallas, per @wfaa
— Bleacher Report (@BleacherReport) November 30, 2023
An arrest warrant has been issued on a charge of assaulting a pregnant person
More here: https://t.co/X6WpGG3aqs pic.twitter.com/LePpHllSEL
Lögreglan telur að Von Miller hafi ráðist á fórnarlambið eftir rifrildi þeirra á milli. Hann var hvergi sjáanlegur þegar lögregluna bar að garði.
Fórnarlambið fór á spítala með smávægilega áverka og í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur Von Miller fyrir að ráðast á ólétta konu.
Í yfirlýsingu Bills segist félagið vita af atvikinu og það sé að safna upplýsingum. Þá mun það ekki tjá sig frekar að svo stöddu.