Þurfti að rýma myndverið í beinni útsendingu Aron Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Scott Hanson hefur notið mikillar hylli sem umsjónarmaður NFL Red Zone Vísir/Getty Scott Hanson og félagar hans í NFL Red Zone þurftu að hafa hraðar hendur í gærkvöldi í beinni útsendingu þegar að brunabjalla í höfuðstöðvum þáttarins fór í gang. NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023 NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023
NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira