Eigandinn kastaði drykk yfir stuðningsmenn félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 14:01 David Tepper er ekki að gera frábæra hluti sem eigandi Carolina Panthers liðsins. Getty/Jane Gershovich Carolina Panthers mátti þola háðuglegt tap í NFL-deildinni á Gamlársdag og eigandinn David Tepper var allt annað en ánægður með gang mála. Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024 NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Það var þó ekki bara slök frammistaða leikmanna hans sem komst í fréttirnar heldur endaði reiðikast eigandans þar líka. Það náðist nefnilega á myndband þegar David Tepper kastaði drykk út úr heiðursstúkunni og yfir stuðningsfólk sem voru að horfa á leikinn fyrir neðan hann. Hann hendir drykknum frá sér í pirringskasti og það má sjá stuðningsmennina snúa sér við og láta hann heyra það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H3HUP0zjVoU">watch on YouTube</a> Atvikið varð skömmu eftir að leikstjórnandinn Bryce Young, kastaði boltanum frá sér. Young var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta vor en hefur ekki staðið undir þeim væntingum. Panthers liðið átti skelfilegan dag og tapaði leiknum á endanum 26-0. Þetta var í fyrsta sinn í 342 leikjum, frá árinu 2002, sem liðið lék heilan leik án þess að skora. Talsmaður Panthers neitaði að tjá sig um atvikið en NFL-deildin veit af því og er með þetta til skoðunar hjá sér. Tepper lét frá sér úrvalsútherjann DJ Moore og tvo valrétti til að komast yfir fyrsta valrétt svo félagið gæti valið Bryce Young. Tepper gekk síðan svo langt að lýsa því yfir að Young myndi koma félaginu í Super Bowl leiki og það fleiri en einn. Tepper keypti félagið fyrir 2,75 milljarða dollara árið 2018, 375 milljarða króna, en ekkert hefur gengið síðan. Hann hefur rekið þrjá þjálfara og tapið um helgina þýðir að liðið er með versta árangurinn í deildinni í ár. As if going 2-14 wasn t embarrassing enough, now there s this shit. It s not worth it at this point. David Tepper has ruined the Carolina Panthers. pic.twitter.com/2imqRphv9X— B.P. Cox (@BPCox_) January 1, 2024
NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira