„Útilokað“ að verða við kröfum Samkeppniseftirlitsins Samskip segir það hafa tekið Samkeppniseftirlitið þrettán ár að „teikna upp fullkomlega ranga mynd af rekstri Samskipa og ætluðu samráði við Eimskip“. Forstjórum fyrirtækjanna hafi ekki verið vel til vina. Viðskipti innlent 2. september 2023 18:41
Stjórnendur farið langt yfir strikið Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Neytendur 2. september 2023 11:05
Áhætta Solid Clouds „snarminnkað“ frá síðasta hlutafjárútboði Við ætlum að nýta hlutafé sem unnið er að safna til að skrúfa frá krananum þegar kemur að markaðsstarfi, segir forstjóri tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds. Innherji 2. september 2023 10:28
Forstjórinn byrjar daginn á að leggjast aftur upp í rúm og á gaddadýnu Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segist vel gaddaður þegar hann fer fram úr og nýtur gæðastundar með eiginkonunni. Þá búinn að liggja á Shakti-gaddadýnu og hlusta á jóga-nidra hugleiðslu. EOS aðferðarfræðin í vinnunni er hans helsta skipulagstól. Atvinnulíf 2. september 2023 10:00
Leggja til leiðir til að auka samkeppni Samkeppniseftirlit Íslands leggur til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni á flutningamarkaði með ýmsum aðgerðum. Er það sagt vera mikilvægt og þá meðal annars vegna hækkana á vöruverði síðustu mánuði. Viðskipti innlent 1. september 2023 15:50
Lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp Ein fyrstu viðbrögð forstjóra Samskipa við húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði árið 2013 voru að hafa samband við framkvæmdastjóra hjá Eimskipum. Samráð fyrirtækjanna sem Samskip sætir metsekt fyrir er sagt hafa gert þeim kleift að hlunnfara viðskiptavini sína. Forstjóri Eimskips lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp þar sem þeir spiluðu saman golf. Viðskipti innlent 1. september 2023 15:24
Barist um flugmenn á heimsvísu Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair. Viðskipti innlent 1. september 2023 13:06
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. Viðskipti innlent 1. september 2023 12:05
Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati. Innherji 1. september 2023 11:38
Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. Viðskipti innlent 1. september 2023 11:09
Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær Fjórtán af 125 flugmönnum flugfélagsins Play sögðu upp störfum í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð frá Icelandair. Viðskipti innlent 1. september 2023 08:26
Greinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir lélega upplýsingagjöf við sekt FME Hlutabréfagreinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir að hafa ekki upplýst markaðinn fyrr hve alvarlegum augum Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) leit brot bankans í tengslum við sölu á eigin bréfum. Þá hefði Jakobsson Capital lagt aukið álag á ávöxtunarkröfu Íslandsbanka – sem stuðlar að lægra verðmati – við upphaf árs. Innherji 31. ágúst 2023 16:22
Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. Viðskipti innlent 31. ágúst 2023 16:20
Hafnarfjörður kaupir ráðhús á 350 milljónir Hafnarfjarðarbær hefur keypt hús Íslandsbanka að Strandgötu í Hafnarfirði. Kaupverðið er 350 milljónir króna. Innlent 31. ágúst 2023 13:58
Sameinað félag Regins og Eikar gæti greitt 5 til 6 milljarða í arð Sameinað fasteignafélag Regins og Eikar ætti að geta greitt 5 til 6 milljarða króna í arð á ári eða 6,3-7,6 prósent af markaðsvirði, sagði forstjóri Regins og benti á að um væri að ræða breytingu á uppleggi varðandi samrunann. Arðgreiðslurnar væru verðtryggðar því leigusamningar væru að stofni til verðtryggðir. Innherji 31. ágúst 2023 13:01
Alvotech með nýja umsókn til FDA um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta lyf Verulegur samdráttur varð í sölutekjum Alvotech á öðrum fjórðungi ársins, sem námu um sjö milljónum Bandaríkjadala, borið saman við tekjur fyrsta ársfjórðungs en íslenska líftæknilyfjafélagið hætti meðal annars samstarfi sínu við STADA á tímabilinu. Alvotech hefur skilað inn endurnýjaðri umsókn til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta hliðstæðulyf sem það væntir að verði komið á markað vestanhafs í ársbyrjun 2024. Innherji 31. ágúst 2023 10:59
Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. Viðskipti innlent 31. ágúst 2023 10:26
Dagskrá riðlast vegna seinkunar á flugi Flugi Icelandair frá Reykjavík til Egilsstaða seinkaði um eina og hálfa klukkustund í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru um borð en sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram á Egilsstöðum í dag. Reiknað er með því að matvælaráðherra tilkynni um ákvörðun sína varðandi hvalveiðar á fundinum. Innlent 31. ágúst 2023 09:09
Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. Innlent 31. ágúst 2023 08:59
Fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna um vaxtahækkun Arion banki hefur tilkynnt um hækkun vaxta á inn- og útlánum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans í síðustu viku. Breytingarnar taka gildi í dag. Viðskipti innlent 31. ágúst 2023 08:59
Kvöldfundur vegna atvinnutilboðs Icelandair til átján flugmanna Play Átján flugmenn Play sem voru á biðlista eftir störfum hjá Icelandair fengu símtal í gær þar sem þeim var boðið að hefja störf hjá félaginu. Þeir sem hyggjast þiggja boðið verða að segja upp hjá Play í dag. Viðskipti innlent 31. ágúst 2023 08:35
Forstjóri Kviku mun ekki hafa frumkvæði að sameiningu við stóran banka Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna. Innherji 31. ágúst 2023 07:06
Hagnaður Regins jókst um 66 prósent Hagnaður fasteignafélagsins Regins jókst um rúm 66 prósent á milli ára en fyrstu sex mánuði ársins nemur hann um 6,1 milljarð króna, samanborið við 3,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 23:32
Tapið minna og sölutekjur meiri en í fyrra Tap íslenska líftæknilyfjafélagsins Alvotech á fyrri helmingi þessa árs nemur 86,9 milljónum dollara, það samsvarar rúmum ellefu milljörðum í íslenskum krónum. Það er talsvert minna tap en á síðasta ári þegar tapið var 184,5 milljónir dollara. Þá voru sölutekjur félagsins næstum sexfalt meiri í ár en í fyrra. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 22:12
Thomas Skov lætur af störfum hjá Kviku Thomas Skov Jensen, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 20:41
Heitir í háloftunum Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. Lífið 30. ágúst 2023 20:02
Sameina svið hjá Icelandair Leiðakerfis-og sölusvið og þjónustu-og markaðssvið flugfélagsins Icelandair verða sameinuðu í eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 18:54
Arðsemi fyrst núna að nálgast arðsemi norrænna banka Bankastjóri Arion banka segir að bankinn fagni skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra. Arðsemi stóru bankanna þriggja sé ekki of mikil. Arðsemi eigin fjár Arion banka var 14,5 prósent á fyrri helmingi ársins. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 16:50
Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 12:02
Ýmislegt bendi til þess að bankar geti lækkað álagningu Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Neytendur 29. ágúst 2023 17:29