Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:35 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist. Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist.
Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent