Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:35 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist. Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist.
Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira