Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 13:23 Samkeppnisyfirlitið gaf út umfangsmikla skýrslu um samráð Eimskips og Samskipa sem það sagði hafa staðið yfir í fjölda ára. Eimskip gerði sátt en Samskip ekki. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið. Eimskip segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér áðan að málinu hafi verið vísað frá héraðsdómi í dag. Uppkvaðning úrskurðar í málinu var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan ellefu. Samskip stefndu Eimskipi og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips, og krafðist þess að bótaskylda síðarnefnda skipafélagsins yrði viðurkennd vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Ekki var kveðið á um fjárhæðina en lögmaður Samskipa sagði í apríl að tjónið gætið hlaupið á milljörðum króna. Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni. Samskip gerðu ekki sátt í málinu og voru sektuð um 4,2 milljarða króna í fyrra. Í stefnunni var vísað til yfirlýsinga í sátt Eimskips og Samkeppniseftirlitsins um samráðið og tjóns sem Samskip hefðu orðið fyrir vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við samkeppnisaðilann. Hæstiréttur samþykkti í dag að veita Samskipum leyfi til að áfrýja máli þeirra gegn Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að Samskip gætu ekki skotið sátt Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Dómsmál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Tengdar fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Eimskip segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér áðan að málinu hafi verið vísað frá héraðsdómi í dag. Uppkvaðning úrskurðar í málinu var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan ellefu. Samskip stefndu Eimskipi og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips, og krafðist þess að bótaskylda síðarnefnda skipafélagsins yrði viðurkennd vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið árið 2021. Ekki var kveðið á um fjárhæðina en lögmaður Samskipa sagði í apríl að tjónið gætið hlaupið á milljörðum króna. Málið má rekja til þess að Eimskip féllst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í sekt vegna ólögmæts samráðs við Samskip samkvæmt sáttinni. Samskip gerðu ekki sátt í málinu og voru sektuð um 4,2 milljarða króna í fyrra. Í stefnunni var vísað til yfirlýsinga í sátt Eimskips og Samkeppniseftirlitsins um samráðið og tjóns sem Samskip hefðu orðið fyrir vegna þess að Eimskip skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við samkeppnisaðilann. Hæstiréttur samþykkti í dag að veita Samskipum leyfi til að áfrýja máli þeirra gegn Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að Samskip gætu ekki skotið sátt Eimskips til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Dómsmál Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Tengdar fréttir Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23