Skipaflutningar

Fréttamynd

Kyrr­setja skuggaskipið vegna slæms á­stands

Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar.

Erlent
Fréttamynd

Norsku skipagöngin á leið í út­boðs­ferli

Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030.

Erlent
Fréttamynd

Hútar vilja há­þróaðar stýri­flaugar frá Rússum

Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna.

Erlent
Fréttamynd

Grein­­ing­ Anal­­yt­­i­­ca sögð ó­not­hæf til að meta tjón af meint­­u sam­r­áð­­i skip­­a­­fé­l­ag­­a

Hagrannsóknir, ráðgjafafyrirtæki leitt er af hagfræðingunum Birgi Þór Runólfssyni og Ragnari Árnasyni, telja að vankantar minnisblaðs Analytica um tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa séu svo alvarlegir að það sé ónothæft. „Okkur finnst það mjög alvarlegt,“ segir forstjóri Eimskips. „Það var ekki lítið lagt upp úr því hjá verkkaupa að koma minnisblaði Analytica sem víðast.“

Innherji
Fréttamynd

Dráttar­báturinn Hrafn Jökuls­son stand­settur

Svo virðist sem Hafn Jökulsson sé hvergi nærri hættur að láta til sín taka við að hreinsa fjörur landsins – þó hann sé nú allur. Það er dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson hins vegar ekki, hann er nú í slipp og verið að gera hann kláran í verkið.

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loft­á­rásir

Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower.

Erlent
Fréttamynd

Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dón­á

Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. 

Erlent
Fréttamynd

Á leið með skipið til Húsa­víkur

Varðskipið Freyja er á leið til Húsavíkur með hollenska flutningaskipið Traville í togi en skipið varð vélarvana fjórar sjómílur frá Rifstanga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Sjó­ræningjar fengu sjö hundruð milljónir í lausnar­gjald

Sómalskir sjórængingjar hafa sleppt 23 manna áhöfn skipsins MV Abdullah úr haldi og leyft þeim að sigla á brott á skipinu eftir að þeir fengu fimm milljón dala greiðslu í lausnargjald. Umsvif sjóræningjanna eru að aukast á ný eftir að lítið hefur á þeim borið í nokkur ár.

Erlent
Fréttamynd

Hættir eftir sau­tján ára starf

Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lýsisskip strandaði í Fá­skrúðs­firði

Erlent lýsisflutningaskip strandaði í Fáskrúðsfirði í dag. Verið var að sigla skipinu úr höfn þegar stýri þess bilaði á þriðja tímanum í dag. Skipið losnaði þó af strandstað fyrir eigin vélarafli.

Innlent
Fréttamynd

Um­fangs­miklar loftskeytaárásir á Húta

Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Verkís leiðir milljarðaverkefni

Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búa sig undir lang­varandi að­gerðir gegn Hútum

Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu á­rásir á Húta í fjórða sinn á viku

Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik.

Erlent