Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 15:14 Finnska landhelgisgæslan stöðvaði för olíuflutningaskipsins Eagle S eftir að það sigldi inn í finnsku landhelgina um síðustu jól. Skipið er talið hafa skemmt fimm sæstrengi, þar á meðal rafstreng á milli Finnlands og Eistlands. Vísir/EPA Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar. Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Saksóknarar ákærðu skipstjóra og tvo aðra skipverja olíuflutningaskipsins Eagle S fyrir að hafa slitið sæstrengina í Finnlandsflóa á jóladag með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum. Kröfðust þeir tveggja og hálfs árs fangelsi yfir mönnunum. Skipstjórinn heldur því fram að um slys hafi verið að ræða. Lögmenn sakborninganna og skipafélagsins höfnuðu því að finnskir dómstólar hefðu lögsögu í málinu. Umdæmisdómstóll í Helsinki féllst á þau rök í dag, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Ástæðan er sú að meintir glæpir þeirra voru framdir áður en skipið kom inn í finnska landhelgi. Þess í stað taldi dómstóllinn að annað hvort ætti að rétta í málinu á Cook-eyjum, þar sem skipið er skráð, eða í heimalöndum skipverjanna. Skipstjórinn er frá Georgíu en hinir skipverjarnir eru indverskir. Finnska ríkisútvarpið segir að líklega sé að finnska ríkið þurfi nú að punga út um 195.000 evrum í málskostnað sakborninganna, jafnvirði um 27,8 milljóna íslenskra króna. Ítrekuð skemmdarverk og truflanir Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa truflanir verið á gervihnattasambandi við Finnlandsflóa. Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir skuggaflotans sem þeir beita til þess að flytja út olíu í trássi við viðskiptaþvinganir. Skuggaflotinn er einnig talinn notaður í þeim óhefðbundna hernaði sem Rússar stunda nú gegn vestrænum ríkjum og hefur verið kenndur við fjölþátta ógn (e. hybrid warfare). Frakkar stöðvuðu í vikunni skip sem er talið hluti af flotanum og grunur leikur á að hafi komið nálægt ítrekuðum drónaferðum í lofthelgi nokkurra Evrópuríkja síðustu daga. Eagle S er sagt í eigu aserskrar kaupsýslukonu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún stýrir fleiri félögum, þar á meðal eins sem á annað skip sem tilheyrir skuggaflotanum. Konan neitaði því að hún ætti móðurfélag Eagle S og að tjá sig nokkuð þegar blaðamenn finnska ríkisútvarpsins náðu af henni tali í sumar.
Finnland Rússland Sæstrengir Erlend sakamál Skipaflutningar Tengdar fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. 8. janúar 2025 11:03
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19