Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 20:44 Líf hefur sínar efasemdir fyrirtækjaleikskólana. vísir/vilhelm Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“ Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“
Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira