Neytendur

Bilun hjá Símanum

Jón Þór Stefánsson skrifar
_MG_5616
Vísir/Hanna

Bilun stóð yfir í farsímakerfum Símans í dag. Þessar truflanir náðu til ótilgreinds hluta viðskiptavina Símans. Síminn biður viðskiptavini sína afsökunar á þessu.

Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, segir í samskiptum við fréttastofu að viðgerðinni sé lokið og að allt sé farið að virka eðlilega.

Fram kom í tilkynningu Símans í dag að allir viðskiptavinir ættu að geta móttekið símtöl, sent og móttekið SMS, notað netið og hringt í neyðarlínuna.

„Okkar allra besta tæknifólk stendur vaktina og vonum við að úr þessu leysist sem allra fyrst,“ sagði í tilkynningu sem birtist á samfélagsmiðlum Símans í dag.

„Við biðjum viðskiptavini okkar innilegrar afsökunar á þessum truflunum og bendum á að hægt er að hringja t.d. yfir Facetime, Facebook Messenger, Snapchat o.fl.“

Fréttin var uppfærð eftir að viðgerðinni lauk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×