Þyrlan sótti veikan farþega skemmtiferðaskips Veikur farþegi skemmtiferðaskips var sóttu með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Grundarfjörð nú fyrir hádegið. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar til þess að koma farþeganum undir læknishendur í Reykjavík. Innlent 19. ágúst 2024 11:38
Telja minni líkur á samdrætti í ferðaþjónustu með aukinni kortaveltu Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei verið meiri en hún var í júlí samkvæmt uppfærðum tölum Seðlabankans. Greinendur Landsbankans telja þetta benda til þess að staða í ferðaþjónustu sé ekki eins slæm og af hefur verið látið og minni líkur á samdrætti. Viðskipti innlent 16. ágúst 2024 15:51
Syntu í hverri einustu laug landsins Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman. Lífið 16. ágúst 2024 14:17
Íbúafundur um uppbyggingu sem ógni flúðunum skilyrði Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hvetur alla sem hafa eitthvað að athuga við áform um virkjun í Tungufljóti til að skila inn athugasemdum fyrr en síðar. Áformunum, sem gera einnig ráð fyrir 70 húsum á frístundalóðum auk gisti- og veitingaþjónustu, var hleypt til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar með skilyrði um að íbúafundur yrði haldinn um þau. Innlent 16. ágúst 2024 13:00
Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. Innlent 16. ágúst 2024 07:00
Tónleikastöðum fækkar: „Þetta er bara sorgleg þróun“ Rekstraraðilar segja togstreitu milli hótelgeirans og tónlistarbransans verða til þess að æ fleiri tónleikastaðir þurfi að víkja úr miðborginni. Þróunin sé sorgleg. Viðskipti innlent 15. ágúst 2024 20:01
Að virkja upp í loft Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn. Skoðun 15. ágúst 2024 07:01
Orsök veikindanna enn á huldu Tugir hafa veikst af iðrasýkingu vegna mögulegrar E.coli- mengunar á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn. Settur sóttvarnarlæknir segir enn ekki búið staðfesta að uppruni veikindanna sé mengað neysluvatn Innlent 14. ágúst 2024 12:46
Ætla aftur til Íslands til að græða sárin Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim. Lífið 13. ágúst 2024 11:23
Ölfus, land tækifæranna Atvinnulífið blómstrar í Ölfusi. Sveitarfélagið og innviðir þess standa sterkum fótum og tækifærin eru fjölmörg. Eitt þeirra tækifæra sem blasa við er að ýta undir sérstöðu sveitarfélagsins sem býður upp á raunverulega einstakt svæði til brimbrettaiðkunar, ekki aðeins á landsvísu heldur á heimsvísu. Svæðið er hins vegar í mikilli hættu vegna þess að meirihluti sveitarfélagsins hefur samþykkt að moka yfir það landfyllingu. Skoðun 12. ágúst 2024 11:32
Þyrluflugmenn uggandi: „Klárt að þetta hefur neikvæð áhrif“ Íslenskir þyrluflugmenn hafa áhyggjur af öryggi og eftirliti með erlendum ferðaþjónustufyrirtækjum sem sinna þyrluflugi hérlendis. Nokkuð er um að öryggisáætlunum sé ábótavant, bæði hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum að sögn sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Innlent 11. ágúst 2024 15:08
Stór bankafjárfestir kallar eftir „frekari hagræðingu“ á fjármálamarkaði Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku banka segir ljóst að sífellt strangara regluverk ásamt aukinni erlendri samkeppni kalli á meiri stærðarhagkvæmni og því sé eðlilegt að skoða hvort ekki séu tækifæri til „frekari hagræðingar“ á íslenskum fjármálamarkaði, en Landsbankinn er núna að klára kaup á TM af Kviku. Forstjóri Stoða, leiðandi hluthafi í umsvifamiklum ferðaþjónustufyrirtækjum, segir að ef Ísland sé orðið of dýr áfangastaður muni það „óumflýjanlega“ leiðréttast þannig að annaðhvort lækki verð á þjónustu eða gengi krónunnar gefi einfaldlega eftir. Innherji 9. ágúst 2024 06:01
Blöskrar græðgi á kostnað gæða Flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland segir atvik þar sem þyrla lenti á malarbílastæði og olli að líkindum skemmdum á bíl dæmi um það þegar menn hugsi aðeins um gróða en ekki gæði. Innlent 8. ágúst 2024 22:02
Rán um hábjartan dag Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Skoðun 8. ágúst 2024 14:30
Ein og hálf milljón í sekt vegna leyfislausrar Airbnb útleigu Maður þarf að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1.471.500 króna, eftir að hafa leigt út fjórar íbúðir í gegnum Airbnb án tilskilins rekstrarleyfis á árunum 2019-2021. Við ákvörðun sektar var tillit tekið til þess að hann hefði ekki gerst brotlegur gegn reglunum áður, og hefði endurnýjað leyfið eftir ábendingar sýslumanns. Sektin var lækkuð í málsmeðferð ráðuneytisins, en hún var upphaflega 4.960.000 krónur. Viðskipti innlent 7. ágúst 2024 16:13
Þjórfé eins og lúsmý: „Við viljum ekkert fá þetta“ Sigmundur Halldórsson, sérfræðingur hjá VR og Landssambandi verslunarmanna, segir verkalýðshreyfinguna á Íslandi vera alfarið á móti því að taka upp þjórfé. Innlent 6. ágúst 2024 22:49
Útkall vegna ferðamanna sem segjast lokaðir inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. Innlent 5. ágúst 2024 23:04
„Ekkert hrun“ í ferðaþjónustu en stöðnun getur hitt sum fyrirtæki illa fyrir Nýjustu tölur um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna í júní benda til þess að það sé „ekkert hrun“ í ferðaþjónustu, að sögn hagfræðinga Arion banka, en fyrir atvinnugrein sem hefur vaxið hratt og fjárfest í samræmi við það getur stöðnun hitt mögulega sum fyrirtæki illa fyrir. Stöðug fækkun að undanförnu í gistinóttum ferðamanna frá Bretlandi, næst fjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim, gæti aukið á árstíðarsveifluna en þeir hafa verið duglegir að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina. Innherji 2. ágúst 2024 14:52
Ný þjónustumiðstöð opnuð við Landeyjahafnarafleggjarann Ný þjónustumiðstöð verður opnuð við Landeyjahafnarafleggjarann nú um helgina. Um er að ræða fyrstu þjónustumiðstöðina sem er opnuð undir nafninu Laufey Welcome Center en stefnt er að neti miðstöðva um allt land. Viðskipti innlent 2. ágúst 2024 10:52
Besta veðrið um verslunarmannahelgina? Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina. Veður 31. júlí 2024 21:25
Bjórinn á rúmlega tvö þúsund krónur í erfiðum rekstri Hálfur lítri af bjórnum Bola kostar 2250 krónur á barnum Ja Ja Ding Dong á Húsavík. Á þessu vekur árvökull neytandi á Facebookhópi sem snýst um verðlagshækkanir. Eigandi staðarins segir reksturinn erfiðan og beinir sjónum að slæmum samgöngum á Norðausturlandi sem verði til þess að ferðamenn hringsnúist aðeins á Suðurlandinu. Neytendur 31. júlí 2024 20:37
Hótelgistinóttum fækkar á landsvísu Gistinóttum á hótelum í júní fækkaði um sex prósent á milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Mesta fækkunin varð á Austurlandi og á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum lítillega. Viðskipti innlent 31. júlí 2024 14:21
Illvænlegar vendingar á veðurspánni fyrir helgina Illvænlegar vendingar hafa orðið á veðurspánni fyrir verslunarmannahelgina að mati Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður 30. júlí 2024 11:47
„Hugsuðum hver andskotinn væri í gangi“ Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar. Lífið 30. júlí 2024 08:00
Himinlifandi með stærðarinnar lax í lúkunum Gordon Ramsay stjörnukokkur með meiru er himinlifandi með vikulanga dvöl sína á Íslandi. Þetta segir kokkurinn á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann birtir mynd af sér með því sem hann fullyrðir að sé stærsti laxinn sem veiddur hefur verið þetta árið. Lífið 29. júlí 2024 11:23
Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Innlent 28. júlí 2024 19:00
Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Innlent 28. júlí 2024 14:45
Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Innlent 28. júlí 2024 12:09
„Það taka þessu allir með stóískri ró“ Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegakaflann sem er lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró. Innlent 28. júlí 2024 11:53
Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. Innlent 27. júlí 2024 20:05