Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:13 Íris Guðnadóttir Landeigandi við Reynisfjöru bindur vonir við nýjar öryggisreglur við Reynisfjöru. Vísir/Lýður Valberg Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“ Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira