Kæri Kristófer,
Takk fyrir að deila á ný hugmyndum þínum um framtíð ferðaþjónustunnar. Við erum sammála því að góð rekstrarskilyrði og tekjur til samfélagsins skipta miklu, en við teljum ekki að ein tegund ferðaþjónustu eigi að útiloka aðra.
Leiðangursskip og landbundin ferðaþjónusta eru ekki keppinautar heldur styðja hvort annað. Flestir farþegar leiðangurskipa koma til Íslands með flugi og margir gista á hótelum áður (og eftir) þeir fara um borð. Með því að byggja upp innviði eins og hótel og hafnir sköpum við grundvöll til ferða sem innihalda marga áfangastaði, frá Reykjavík til Borgarfjarðar eystri, og skapa verðmæti um allt land.
Þegar leiðangursskip leggur að í stórum og smáum höfnum koma gestir í land sem verja peningum í staðbundna afþreyingu, mat, minjagripi og upplifanir. Í mörgum smærri samfélögum er þetta ekki „táknræn“ fjárhagsleg áhrif, heldur forsenda þess að fyrirtæki og söfn geti lifað af. Tölur sýna að farþegar leiðangursskipa leggja verulega af mörkum í yfir 30 höfnum víðs vegar um landið, oft á stöðum þar sem engin hótel eru, en höfnin er lífæðin.
Spurningin ætti ekki að vera „hver borgar mest í skatta?“ heldur „hvernig getur ferðaþjónustan gert Ísland að betri stað til að búa á og heimsækja?“.
Við þurfum meira samstarf í ferðaþjónustunni, ekki að níða skóinn af hver öðru. Þegar við höfum gagnrýnt stjórnvöld fyrir breytingar á sköttum og gjöldum hefur sú gagnrýni fyrst og fremst snúist um skort á fyrirsjáanleika og samtali. Spurningin ætti ekki að vera „hver borgar mest í skatta?“ heldur „hvernig getur ferðaþjónustan gert Ísland að betri stað til að búa á og heimsækja?“. Við trúum á nærandi ferðaþjónustu þar sem gestir skilja eftir sig jákvæð áhrif í nærumhverfinu og gefa meira en þeir taka.
Ísland er nógu stórt fyrir okkur öll, hótel, gistiheimili, leiðangursskip og smáar hafnir. Við bjóðum þér að vera með í liðinu svo við getum eflt virðiskeðju ferðaþjónustunnar, til hagsbóta fyrir bæði heimamenn, atvinnulíf og gesti.
Með vinsemd og virðingu,
Höfundur er yfirmaður samfélagstengsla hjá AECO (Association of Arctic Expedition Cruise Operators), Samtök leiðangursskipa á norðurslóðum.