Hótel á Íslandi

Fréttamynd

Há­skólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til

Forseti menntavísindasviðs Hí segir það gjörbyltingu fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins að sameinast undir einu þaki á háskólasvæðinu eftir að hafa verið á víð og dreif. Fréttastofa fékk forskot á sæluna og kíkti í heimsókn í Hótel Sögu.

Innlent
Fréttamynd

Til­laga um að stækka Hótel Flat­ey felld

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Sam­starf í stað sundrungar í ferða­þjónustu

Við þurfum meira samstarf í ferðaþjónustunni, ekki að níða skóinn af hver öðru. Þegar við höfum gagnrýnt stjórnvöld fyrir breytingar á sköttum og gjöldum hefur sú gagnrýni fyrst og fremst snúist um skort á fyrirsjáanleika og samtali.

Umræðan
Fréttamynd

Stækka hótelveldið á Suður­landi

Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?

Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar.

Skoðun
Fréttamynd

Hleypti lík­lega ó­vart úr

Talið er að skoti hafi verið hleypt af óvart síðastliðið föstudagskvöld á hótelherbergi Svörtu perlunnar í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út

Fimm hæða hótel við Skógarböðin, sem mun rísa innan tveggja ára fyrir norðan, á að verða það flottasta sinnar tegundar að sögn eiganda. Í ágúst geta baðgestir fengið að upplifa Skógarböðin eftir miklar framkvæmdir. Verið er stækka böðin um meira en helming og byggja maskabar, gufubað og nuddstofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slags­mál á hóteli í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um slagsmál á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var einn maður sagður mjög æstur og hafði hann, að sögn vitna, verið aðalvandamálið á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru al­var­legir stunguáverkar“

Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Ævin­týra­legur sumarfögnuður í Hauka­dal

Töfrandi sumarstemning ríkti á Hótel Geysi í Haukadal um síðustu helgi þegar ný lúxuslína hótelsins og Sóley Organics var kynnt í glæsilegum miðsumarsfögnuði. Margar af stjörnum landsins lögðu leið sína í sveitina þar sem íslenska sumarnóttin tók á móti þeim í sinni fegurstu mynd.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk fyrir­tæki geti endurheimt veru­legar fjár­hæðir

Samtök ferðaþjónustunnar, evrópsku hagsmunasamtökin HOTREC og yfir 25 landssamtök fyrirtækja í gistiþjónustu víðs vegar um Evrópu standa nú sameiginlega að hópmálsókn gegn bókunarfyrirtækinu Booking.com. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Í því felist möguleiki til að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi

Einn gisti í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir að hafa reynt að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi. Fram kemur í dagbók að málið sé til rannsóknar en ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvaða hótel um ræðir. Atvikið á sér þó stað hjá stöð 1 sem sér um Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes.

Innlent