Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 13:38 Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir og Ólafur Ernir Ólafsson, eiginmaður hennar. Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir, fyrrverandi hótelstjóri og brautryðjandi í uppbyggingu ferðaþjónustu, lést á Landspítalanum í gær, 75 ára að aldri. Áslaug Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Kristjana Milla Thorsteinsson, húsmóðir og viðskiptafræðingur, og Alfreð Elíasson, forstjóri og stofnandi Loftleiða og síðar Flugleiða. Auk Áslaugar áttu hjónin sex börn. Áslaug ólst upp í Hlíðunum, gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, BA-próf í hótel- og veitingastjórnum frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 1974 og síðar próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum störfum hjá Loftleiðum og síðar á hótelum sem þá voru byggð, til að mynda Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og á sumarhótelum Eddu á Skógum og Laugavatni. Hún tók við sem hótelstjóri Hótel Heklu, sem fékk síðar nafnið Lind, með eiginmanni sínum Ólafi Erni Ólafssyni, framreiðslumeistara og fyrrverandi hótelstjóra. Áslaug stofnsetti Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Stofan var sú fyrsta sinnar tegundar í landinu á þeim tíma og var brautryðjandi í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. Áslaug og Ólafur áttu saman þrjú börn, Geir Odd, Gylfa og Kristínu og eru barnabörn hjónanna alls sjö. Árið 1989 fluttu hjónin með börnin þrjú til Ísafjarðar þar sem þau tóku við rekstri Hótels Ísafjarðar. Þar bjuggu þau næstu 25 árin og tóku að sér einnig rekstur Hótels Horns, sumarhótelsins í menntaskólanum og gistiheimilis í tveimur húsum. Einnig voru hjónin brautryðjendur í uppbyggingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu, til að mynda leiddu þau stofnun ferðaskrifstofunnar Vesturferða árið 1993. Áslaug var einnig mjög virk og eftirsótt í félagsstörf sem tengdust ferðaþjónustu og atvinnulífi almennt. Þannig var hún formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða um árabil, og sat í stjórnum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga, Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hún sat einnig í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og var tvisvar formaður í norrænu samtökunum Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt. Áslaug var stofnfélagi og í fyrstu stjórn SAF, heildarsamtaka í ferðaþjónustu á Íslandi, í fyrstu stjórn Rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar og um árabil í stjórn VestNorden ferðakaupstefnunnar. Áslaug var sæmd gullmerki SVG fyrir störf sín og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar. Andlát Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Áslaug Sigríður fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Foreldrar hennar voru Kristjana Milla Thorsteinsson, húsmóðir og viðskiptafræðingur, og Alfreð Elíasson, forstjóri og stofnandi Loftleiða og síðar Flugleiða. Auk Áslaugar áttu hjónin sex börn. Áslaug ólst upp í Hlíðunum, gekk í Ísaksskóla, Landakotsskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970, BA-próf í hótel- og veitingastjórnum frá Strathclyde-háskóla í Glasgow árið 1974 og síðar próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum störfum hjá Loftleiðum og síðar á hótelum sem þá voru byggð, til að mynda Hótel Loftleiðum og Hótel Esju og á sumarhótelum Eddu á Skógum og Laugavatni. Hún tók við sem hótelstjóri Hótel Heklu, sem fékk síðar nafnið Lind, með eiginmanni sínum Ólafi Erni Ólafssyni, framreiðslumeistara og fyrrverandi hótelstjóra. Áslaug stofnsetti Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Ferðamálaráð og Reykjavíkurborg árið 1987 og var fyrsti forstöðumaður hennar. Stofan var sú fyrsta sinnar tegundar í landinu á þeim tíma og var brautryðjandi í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. Áslaug og Ólafur áttu saman þrjú börn, Geir Odd, Gylfa og Kristínu og eru barnabörn hjónanna alls sjö. Árið 1989 fluttu hjónin með börnin þrjú til Ísafjarðar þar sem þau tóku við rekstri Hótels Ísafjarðar. Þar bjuggu þau næstu 25 árin og tóku að sér einnig rekstur Hótels Horns, sumarhótelsins í menntaskólanum og gistiheimilis í tveimur húsum. Einnig voru hjónin brautryðjendur í uppbyggingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu, til að mynda leiddu þau stofnun ferðaskrifstofunnar Vesturferða árið 1993. Áslaug var einnig mjög virk og eftirsótt í félagsstörf sem tengdust ferðaþjónustu og atvinnulífi almennt. Þannig var hún formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða um árabil, og sat í stjórnum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga, Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Hún sat einnig í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og var tvisvar formaður í norrænu samtökunum Nordisk Hotel og Restaurant Forbundt. Áslaug var stofnfélagi og í fyrstu stjórn SAF, heildarsamtaka í ferðaþjónustu á Íslandi, í fyrstu stjórn Rannsóknaseturs ferðaþjónustunnar og um árabil í stjórn VestNorden ferðakaupstefnunnar. Áslaug var sæmd gullmerki SVG fyrir störf sín og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2007 fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar.
Andlát Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira