Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 23:31 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga. Hótel Flatey sótti í síðast amánuði um leyfi til að stækka hótelið og byggja á friðlýstu landi í Flatey. Íbúar á eyjunni voru ekki allir sáttir við áformin, og lýsti bóndi einn miklum áhyggjum af þessu í samtali við Vísi. Í bókun sveitarjórnar Reykhólahrepps segir að 29 umsagnir hafi borist um deiliskipulagstillöguna, bæði frá stofnunum og hagsmunaaðilum. „Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka.“ „Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í bókuninni. Hótelið skipti miklu máli Lagt verði til að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í samtali við fréttastofu að athugasemdirnar sem fram hafi komið hafi verið þess eðlis að sveitarfélagið hafi ákveðið að halda ekki áfram. „Þetta er verndarsvæði í byggð og þar gilda mjög strangar kröfur. Þegar Minjastofnun segir nei, er eiginlega ekki lengra haldið.“ „Flatey er einstök og það er ekki hægt að gera hlutina hvernig sem er. En að sama skapi skiptir hótelið miklu máli fyrir Eyjuna og ferðamennskuna. Við þurfum að finna leiðina til að komast áfram með þetta,“ segir Ólafur. Flatey Reykhólahreppur Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Hótel Flatey sótti í síðast amánuði um leyfi til að stækka hótelið og byggja á friðlýstu landi í Flatey. Íbúar á eyjunni voru ekki allir sáttir við áformin, og lýsti bóndi einn miklum áhyggjum af þessu í samtali við Vísi. Í bókun sveitarjórnar Reykhólahrepps segir að 29 umsagnir hafi borist um deiliskipulagstillöguna, bæði frá stofnunum og hagsmunaaðilum. „Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka.“ „Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í bókuninni. Hótelið skipti miklu máli Lagt verði til að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í samtali við fréttastofu að athugasemdirnar sem fram hafi komið hafi verið þess eðlis að sveitarfélagið hafi ákveðið að halda ekki áfram. „Þetta er verndarsvæði í byggð og þar gilda mjög strangar kröfur. Þegar Minjastofnun segir nei, er eiginlega ekki lengra haldið.“ „Flatey er einstök og það er ekki hægt að gera hlutina hvernig sem er. En að sama skapi skiptir hótelið miklu máli fyrir Eyjuna og ferðamennskuna. Við þurfum að finna leiðina til að komast áfram með þetta,“ segir Ólafur.
Flatey Reykhólahreppur Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira