Rauða ljósið mun blikka fyrr Jón Þór Stefánsson skrifar 5. ágúst 2025 15:20 Níu ára stúlka lést í fjörunni um helgina. Vísir/Vilhelm Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru, Ferðamálastofu, lögreglunni á Suðurlandi, SafeTravel og Björgunarsveitinni Víkverja eftir fund um öryggismál í fjörunni. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst í vatninu um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið var það fyrsta sem átti sér stað síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars upp ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Þegar banaslysið varð um helgina var ljósið gult, sem táknar „miðlungs hættu“. Einnig getur verið grænt ljós, sem táknar „litla hættu“, og rautt ljós, sem táknar „mikla hættu“. Skilti á borð við þessi hér hafa verið sett upp við Reynisfjöru.Aðsend „Ölduspárkerfi sem samanstendur af spákerfi vegagerðarinnar, öldudufli og löggæslumyndavélum þarf að þróast í samræmi við breytingar í náttúrunni t.d. sjávarstöðu, breidd fjöruborðs og hvort sjórinn sé að berja stuðlabergið. Hættustuðullinn verður aðlagaður þ.e. rauða ljósið kviknar fyrr,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. „Við rautt ljós mun verða lokað við útsýnisplani við fjörukamb. Það þýðir að óheimilt verður að fara niður að stuðlabergi og í Hálsanefshelli. Sett verður lokunarhlið á útsýnispallinn.“ Þá kemur fram að öryggishópur muni hittast reglulega og fara yfir stöðuna. „Í þessum hópi verða fulltrúar landeigenda, viðbragðsaðila, Ferðamálastofu og SafeTravel.“ Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru, Ferðamálastofu, lögreglunni á Suðurlandi, SafeTravel og Björgunarsveitinni Víkverja eftir fund um öryggismál í fjörunni. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst í vatninu um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið var það fyrsta sem átti sér stað síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars upp ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Þegar banaslysið varð um helgina var ljósið gult, sem táknar „miðlungs hættu“. Einnig getur verið grænt ljós, sem táknar „litla hættu“, og rautt ljós, sem táknar „mikla hættu“. Skilti á borð við þessi hér hafa verið sett upp við Reynisfjöru.Aðsend „Ölduspárkerfi sem samanstendur af spákerfi vegagerðarinnar, öldudufli og löggæslumyndavélum þarf að þróast í samræmi við breytingar í náttúrunni t.d. sjávarstöðu, breidd fjöruborðs og hvort sjórinn sé að berja stuðlabergið. Hættustuðullinn verður aðlagaður þ.e. rauða ljósið kviknar fyrr,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. „Við rautt ljós mun verða lokað við útsýnisplani við fjörukamb. Það þýðir að óheimilt verður að fara niður að stuðlabergi og í Hálsanefshelli. Sett verður lokunarhlið á útsýnispallinn.“ Þá kemur fram að öryggishópur muni hittast reglulega og fara yfir stöðuna. „Í þessum hópi verða fulltrúar landeigenda, viðbragðsaðila, Ferðamálastofu og SafeTravel.“
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14
Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55
„Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels